23.7.2008 | 22:29
Morgunbollurnar okkar
Þær heppnuðust mjög vel, "uppskriftin" er þessi:
½ pk ger, stór skeið af salti og slurkur af hunangi settur út í aðeins meira en ½ líter af köldu vatni. Hveiti hrært út í (blandað fínt og gróft að vild) þar til þetta er þykkt sem MJÖG þykkur hafragrautur.
Látið standa í 5-10 tíma - eða yfir nótt - í ísskáp.
Sett með matskeið á bökunarpappír og bakist á hæsta hita í ofninum í ca 10 mínútur.
Ég prófaði að setja múslí út í líka.
Very góðar bolls, if I may say so!!!
--
Við systur fórum í Ikea í dag, mikið gaman hjá okkur, alveg bara tvær og barnlausar. Alger sæla. Eysteinn Þór, mágur, var heima með öll börnin.
Verð að segja ykkur, Jóhannes fór að sofa um kl. 23.30 í gærkvöldi, eins og hin börnin. Hann vaknaði svo kl. 9 í morgun...eins og hinir...nema hann var svo þreyttur að ég spurði hvort hann vildi kúra sér svolítið í mínu rúmi...sem hann vildi...og gerði...og sofnaði...og svaf til kl....já, haldið ykkur fast...til kl. 14.15, og þá VAKTI Eysteinn Þór hann!!!
Takk fyrir kærlega! Svo sagði hann; "Mamma, ég var bara þreyttur"!!! Ja, maður skildi ætla það...
Það má kannski fylgja sögunni að hann er úthvíldur og sprækur þegar þessi orð eru skrifuð...
Knús inn í draumalandið, elskurnar mínar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, stundum er maður bara þreyttur nú var ég búin að ná mér í nammi áður en ég las matarfærslu hjá þér svo ég hef eitthvað að kroppa í, trúi vel að bolludýrin hafi verið bragðgóð. Skemmtu þér vel með fólkinu þínu
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 22:44
áááá......þá er mágur þinn fundinn,það var nebblega verið að lýsa eftir kauða!!! Kveðja til ykkar og sansan....snúsnú.....eða hvað þetta hedder nu allesammen á jappamáli.
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 03:56
Hljómar ógó pókó girnilega! Hvað er gerpakkinn stór hjá þér? 11 g?
Verð að prófa........
knús og kram
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 08:37
Jamm, gerpakkinn er 11 g (eða 50 g pressuger ef ég væri í Dk sko...)
SigrúnSveitó, 24.7.2008 kl. 09:35
Ég fæ yfirleitt vatn í munninn þegar ég les bloggið þitt, sælkeri ;)
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 09:57
ókí.......
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 11:11
Hlakka til að sjá ykkur á laugard.
jóna björg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:43
Very much i lige måde, elskan mín!
SigrúnSveitó, 24.7.2008 kl. 14:52
Girnilegt mín kæra.
Já stundum er maður bara þreyttur það er bara þannig. Ekki eru mín börn svona það er sko ekkert kúr eftir að vaknað er. Því miður stundum.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 24.7.2008 kl. 16:35
Líst vel á þessar bollur, en finnst þetta nú samt aðeins of mikið "slump" en aldrei að vita nema að ég prufi
Og já, til hamingju með nýja starfið! Svakalega spennandi.
Úrsúla Manda , 24.7.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.