Leita í fréttum mbl.is

Stolt mamma

MySpace

Ég get fullyrt að ég er stolt móðir.  Ég fór í "vitnisburð" með bæði Ólöfu Ósk og Jóni Ingva í dag.  Vá, ekkert smá dugleg þessi börn okkar.  Ólöf Ósk fékk mikið hrós, kennarinn hefur aldrei áður hitt barn sem er að flytja heim frá útlöndum sem ekki hefur þurft auka kennslu í íslensku heldur getur farið beint á sama stað og jafnaldrar, og hún er sú sem sér um þess háttar kennslu í skólanum svo hún veit hvað hún syngur!!!  Svo var skvísunni hrósað fyrir jákvæðni, dugnað, áhugasemi og ég veit ekki hvað og hvað.  Hún fékk einkunnir í listgreinunum og það var 8,0 og 8,5 í öllum fjórum fögum.  Hún þykir fyrirmyndar nemandi í einu og öllu.  Ólöf Ósk sagði þegar við komum út; "Mamma, ég sá að þú varst alltaf að þurrka augun!"!!!  Hvað er annað hægt.  

En eins og ég sagði við hana þá skiptir ekki máli hvað hún gerir eða gerir ekki, ég elska hana fyrir það sem hún er, ekki fyrir það sem hún kann eða gerir.  Hún sagðist vita það.  Svo er hitt "bara" bónus.

Jón Ingvi fékk líka mikið hrós.  Hann fékk fyrir hegðun; "Mjög góð" í öllu nema einu þar fékk hann; "Framúrskarandi" og í ástundun fékk hann; "mjög góð".  En ekki vegna þess að hann sé eins og ég var, þæg og góð til að ekki bæri á mér og góð leið til að fela sig.  Nei, hann er mjög duglegur að rétta upp hönd og duglegur að svara og tala fyrir framan aðra, og leitar til kennarans þegar eitthvað er.  Svo þetta er bara yndislegt.  

Já, ég er bara að rifna úr stolti hérna!!!

sæt systkin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá nú bara í fyrsta skipti sem ég hitti þessar elskur að þau eru æðisleg. Þú getur svo sannarlega verið hreykin af þeim. Greind, góð og skemmtileg. Ég kolféll fyrir þeim eins og þú sást eflaust. 

Gurrí (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 19:28

2 identicon

Til haimingju elskurnar mínar. Ég táraðist við lesturinn. Þetta er ekkert smá!

Valdís (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 19:36

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk sætu.  Nei, þetta er sko ekkert smá.  Yndislegt alveg.  Ég veit hverjum ég get þakkað!! 

SigrúnSveitó, 21.11.2006 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband