Leita í fréttum mbl.is

Sæta syssan mín

Liljan mínÞessa systir hef ég "átt" lengst. Man ekki eftir mér öðruvísi en að hún hafi verið hluti af mér og mínu lífi. Hún fæddist þegar ég var rétt tæplega tveggja ára og við höfum eldað grátt silfur saman hér áður fyrr...en síðustu mörg ár hefur aldrei slettst upp á vinskapinn. Eftir að við þroskuðumst og hættum að reyna að breyta hvor annari, fórum að elska hvor aðra þrátt fyrir að vera ólíkar, þá höfum við eignast vinskap sem er dýrmætari en allir demantar jarðar. Því að við eigum allt saman, alla okkar æsku. Þó við eigum fleiri systkini þá eigum við svo margt saman sem þau eiga ekki, því við erum svo líkar í aldri, við eigum sömu mömmu OG pabba, við höfum brallað svo margt. 

Lífið væri svo miklu fátækara ef ég hefði ekki þig, elsku Liljan mín. 

Við erum skemmtilega ólíkar, hér áður fyrr bað fólk gjarnan um að fá skilríki þegar við sögðumst vera systur! Það sem mér finnst svolítið fyndið er að við þykjum báðar líkjast pabba...þó mörgum þyki það hin mesta fjarstæða að ég líkjist honum og finnist ég miklu líkari mömmu.

EN hvað um það, yndisleg er hún syssa mín (eins og þær reyndar flestar...ef bara ekki allarTounge...en þó hver á sinn hátt).  

Og nú fer ég í bað...blaaaahhhh! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Systur geta verið algjörlega ómissandi.  Heppin ertu með þína   Greatest Sister Ever 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 00:02

2 identicon

Takk fyrir falleg orð í minn garð - og vil segja til baka: ,,sömuleiðis".

Knús, Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband