Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

Byrjaði daginn á því að taka strætó í vinnuna.  Þokkalega nice, verð ég að segja.  Naut þess að sitja og slappa af og spjalla smá, í staðinn fyrir að keyra sjálf.  Svo er þetta svo miklu ódýrara líka...svo það var líka nice.

Var ekkert með sjúklingum í vinnunni í dag, en var með Siggu og Karin og það var mjög athyglisvert og skemmtilegt, enda báðar bráðklárar og bráðskemmtilegar.  Þegar það var búið röltum við Karin upp í Hallgrímskirkju þar sem við hittum Lena, dóttir Karin.  Við ætluðum upp í turninn en þar var lokað vegna upptöku á einhverju.  En við fórum í Perluna í staðinn, stórkostlegt útsýni, geggjað flott veður og hefðum við eflaust séð til Danmerkur ef jörðin væri ekki kringlótt...

Eftir léttan hádegisverð í Perlunni brunuðum við sem leið lá upp á Akranes.  Sóttum Jóhannes og fórum heim og drukkum kaffi og spjölluðum við Einar.  Svo fórum við, konur og börn, í sund og Einar eldaði handa okkur dýrindis fisk.  

Þetta var yndislegur dagur með yndislegum konum.  Við hlökkum til að hitta þær mæðgur aftur, væntanlega bæði í Danmörku og aftur hér á Íslandi.  

Ég setti myndir inn á síðu barnanna ef ykkur langar að sjá gestina okkar Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf svo gaman að eiga góðan dag og tala nú ekki um í góðra vina hópi.

jóna (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 15:20

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er sko gaman.

SigrúnSveitó, 18.10.2006 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband