Leita í fréttum mbl.is

Velheppnað parakvöld og fl.

Já, ég á sko eftir blogga um daginn í gær.  Það var bara stórkostlegur dagur.  Aðalsteinn, Salný og Lilja Fanney komu um 9 leitið með þvílíkar kræsingar.  Ástarþakkir fyrir okkur, enn og aftur.  Það var sko bakarísbrauð og sætabrauð, allskonar álegg og vínber og safi og ég veit ekki hvað og hvað.  Svo það var borðað vel af morgunmat.  Svo sátum við og spjölluðum fram að hádegi.  Ég og Salný eigum nú aldeilis sameiginlegt áhugamál í hjúkruninni Glottandi en Einar og Aðalsteinn vilja þá heldur tala um borvélar...(boring...).

Svo æddum við af stað til höfuðborgarinnar.  Keyptum eitt stykki afmælisgjöf og brunuðum í afmæli hjá Aroni Atla.  Það var ljómandi fínt.  

Tengdó brunaði svo á Skagann með börnin okkar eftir afmælið.  Við skötuhjúin fengum okkur smá rúnt, og kaffi, áður en við fórum á fundinn.  Ég var smá stressuð yfir fundinum, eða sko ókunna fólkinu sem þar var!!!  Alltaf svolítið hrædd við ókunnuga!!!  En auðvitað var engin ástæða til þess og þau reyndust auðvitað alveg hreint yndislegar manneskjur.  Svo kvöldið var alveg frábært í alla staði.  Við skipulögðum fundina, og ætlum að hittast 1. sunnudag í mánuði.  Svo bætast 1-2 pör við þennan hóp fyrir næsta fund.  Oooohhhh, ég hlakka svo til.  Þetta var stórkostlegt og á eftir að vera það.  

Það er svo frábært að eiga svona yndislega vini.  Ég er svo þakklát fyrir allt það góða sem líf mitt er fullt af.

Svo á morgun ef það danska heimsóknin.  Karin Müller og fjölskylda koma.  Það verður örugglega frábært.  Meira um það á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband