Leita í fréttum mbl.is

Kæri Tanni!!

Sorrý beibí!  Mér hefur bara ekki fundist að hægt væri að mynda það sem hefur gerst síðan 12. feb. þannig að það sæist almennilega...en minn heittelskaði sagði mér að ég gæti sko alveg tekið myndir af vegg...einu horni...eða álíka og ÞÚ myndir sjá og skilja. 

Þannig að...krúttið mitt...ég lofa að bæta mig!!!  Fer kannski bara upp í hús á morgun og redda þessu! Læt þig vita.  

--

Af öðru.  Ég og Jóhannes fórum í höfuðborgina í dag. Bisnissferð sko. Þurftum að fara í banka út af húsbyggingunni...ekki alveg mín sterka hlið þegar kemur að einhverju svoleiðis...en það reddaðist...því bankakarlinn kunni á síma og hringdi bara í Einar þegar spurningarnar urðu mér ofviða LoL

En síðan fórum við í Kringluna til að nota gjafakortin sem við hjónakornin fengum í jólagjöf, sko í Villeroy og Boch búðina. Og þar er ég á heimavelli!  Keypti einn grunndisk - nú eigum við 12 stk. og svo keypti ég líka 4 krúsir, svo nú getum við boðið 9 manns upp á kaffi úr stellkrúsum Í EINU!!! Ægilega flott!!

Svo heimsóttum við ömmu Siggu (móðuramma Einars) og það var voða gaman eins og alltaf.  Hún er alger perla.

--

Þegar við keyrðum Kollafjörðinn á leiðinni heim urðum við sammála um að við bara yrðum að fara út að labba þegar heim kæmi.  Þvílíkt flott veður!  

Sóttum Jón Ingva í skólann og fórum út að labba.  Löbbuðum alveg yfir í hinn enda bæjarins og bönkuðum hjá Grétu og fengum kaffibolla.  Eða ég fékk kaffi og spjall, þeir fengu aðrar veigar.  Mjög ljúft.  Gréta alveg yndisleg.  Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa eignast þarna vinkonu.  

Heim aftur. Einar að elda grjónagraut.  Svo er barnatími...svo borðum við...jamm, svo er þessi dagur bara búinn.  

Lífið er ljúftHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert smá mikil blíða hér í dag, gott að vera til og fara út að ganga.  Hafðu það gott elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Linda litla

Segi það sama, það er búið að vera yndislega fallegt veður í dag.

Linda litla, 3.3.2008 kl. 23:18

3 identicon

Hæ hon.

Vonandi verður gott veður þegar þið komið svo við getum farið í göngutúr á milli þess sem við bökum.

Ég sagði Eysteini og Bergi í morgun að nú væru 13 dagar þar til þið kæmuð og 15 dagar þar til Jóhannes afi kæmi. Mikil spenna

Knús, Lilja

Lilja Guðný (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: Renata

Kvitt kvitt fyrir innlit

Frönsk súkkulaðikaka verður bakað um helgi, takk fyrir uppskrift

Renata, 4.3.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband