Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur

og svo sannarlega laugardagur til lukku!!!  Fór á stórkostlega ráðstefnu í morgun, sem reyndar byrjaði í gær og endar á morgun.  En ég náði tveimur frábærum klukkutímum.  Börnin mín eru ótrúleg, þau voru svo góð og dugleg að hafa hljótt.  Þau sátu á gólfinu og teiknuðu.  Gáfu svo Alicia myndir (það er sko ameríska vinkonan sem ég talaði um í gær) og hún var svo glöð.  Hún reyndar bað þau sérstaklega um myndir þar sem Ólöf Ósk teiknaði mynd handa henni þegar hún var hjá okkur fyrir tveimur árum.  Hana langaði í nýja mynd til að hengja hjá hinni, sem hún er með upp á vegg í vinnunni.  

Svo brunuðum við sko bara aftur heim, með viðkomu í nesti á Ártúnshöfða þar sem við urðum að fá okkur SS pylsu, allir aðframkomnir úr hungri...

Það er grenjandi rigning og rok, enda sungum við "Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel." í bílnum á leiðinni heim Ullandi  Tókum svo Rónann líka Glottandi En sko veðrið er eins og fyrsta laugardaginn okkar á Akranesi þegar við rétt náðum að komast inn með bókahilluna þar sem rokið stóð beint af sjónum og upp götuna...þá er sko gott að vera í hlýju og vindþéttu húsi...  Ég kveikti á kertum og það er svo kósí hérna hjá okkur.  Sveppirnir í sósuna eru skornir og Einar fær að krydda lambið þegar hann kemur heim.  Allt að verða tilbúið fyrir gestina sem koma á eftir.  Ooohhh, ég hlakka svo til.

En nú ætla ég í verðleit á netinu fyrir dóttir mína, hana langar í karakoketæki...karoke


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka í hlýju húsi ... en það er ekki vatnsþétt í svona blautu veðri. Tíu handklæði fallin í valinn í dag.
Knús til allra.

Gurrí (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 20:19

2 Smámynd: SigrúnSveitó

já, þetta var nú meira úrhellið. Sem betur fer rignir ekki inn hérna megin.

Knús tilbaka...

SigrúnSveitó, 14.10.2006 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband