Leita í fréttum mbl.is

Jæja...

...12 tímar eftir af helgarvaktinni...

Búin að vinna sem sagt helgina og hef því ekkert bloggað.  Kom heim í gær og fór að elda og kósíast.  Við borðuðum íslenskt lambalæri með ofnsteiktum kartöflum...og sætri kartöflu...og karrísósu að hætti Sollu á Grænum Kosti.  Snilldargóð máltíð!!

Núna er ég að bíða eftir að Jón Ingvi klári eplið sitt...svo eru þeir bræður að fara í bælið.

--

Jæja, búin að lesa "Stolt Simba" og syngja alveg helling.  Og nú segir Jóhannes að hann sé þreyttur en geti samt ekki sofnað...þessi elska, hann vill ekki fara að sofa þessa dagana...en sofnar ef hann bara þagnar í smá stund LoL

Annars er helgin búin að vera góð.  Ég og strákarnir mínir þrír horfðum að Laugardagslögin í gær og tókum þátt í kosningunni og alles...og vorum ekki sammála!!  En hvorki "mitt" lag né Einars vann!!  

Kósí kvöld með strákunum! En Ólöf Ósk var í Eurovisjón partýi með sundhópnum og skemmti sér konunglega!  Stóra stelpuskottið okkar!

Í dag komu svo tengdapabbi og Jóna í kaffi, þegar ég var búin að vinna.  Ólöf Ósk tók út köku með kaffinu.  Svo birtust Valli, frændi Einars, og Sigrún, konan hans óvænt.  Mjög gaman.  

Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því; ég ELSKA að fá gesti!! 

Á morgun er Valkyrju-saumó hjá mér.  Þessi sem var aflýst um daginn þegar ein af lægðunum gekk yfir suðvestur hornið.  Gaman, gaman.  

Jamm.

ImageChef.com - Custom comment codes for MySpace, Hi5, Friendster and more


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís, innilega til hamingju með daginn Flowers And Hearts 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Linda litla

Ég er alveg sammála þér, mér finnst gaman þegar einhver nennnir að heimsækja mig.

Til hamingju með konudaginn í dag/gær.

Linda litla, 25.2.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband