Leita í fréttum mbl.is

Baki baki baki...

Ég bakaði aldrei þessu vant EKKI bolludagsbollur.  Ákvað að baka samt bollur, og þessi uppskrift varð fyrir valinu:

Bollur fyrir alla með kotasælu

 30 gr smjörlíki
5 dl mjólk
1 pk þurrger
1-2 tsk sykur
1 tsk salt
4-5 msk múslí
150-250 gr kotasæla
600-800 gr hveiti

Smjörlíki og mjólk hituð ylvolg (37°C)
Setjið þurrger, sykur og salt saman í skál.  Hellið smjörlíki og mjólk varlega saman við.  Bætið múslí og kotasælu út í.  Hrærið 2/3 hveitisins saman við, breiðið yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klst.
Bætið þá hveiti saman við eins og þarf.  Búnar til bollur og þeim raðað á eina plötu.  Látið hefast í 20-30 mínútur.
Bakið við 220°C í 10-15 mín. eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.  Það má frysa bollurnar og hita svo í ofni.

--

Svo smellti ég í bananabrauð meðan bollurnar hefuðust...nammi namm...!  Krakkarnir ELSKA bananabrauð...og ég reyndar líka! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

bananabrauð? Það eru allir að baka bananabrauð - nema ég.... minnir þetta þig á eitthvað  Áttu uppskrift að því?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 18:39

2 identicon

Ég á næstum alveg eins uppskrift af kotasælubollum. Prófa þessar líka við tækifæri.

Bryndís R (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband