Leita í fréttum mbl.is

Ég elska að syngja...

...og þetta lag söng ég svo oft fyrir skvísuna mína þegar hún var lítil.  Því Ólöf Óskin mín kveikti vonina í hjartanu mínu.

ÞITT FYRSTA BROS

Þú kveiktir von um veröld betri
mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.

Það er svo undarlegt að elska
að finna aftur til.
Að merkja nýjar kenndir kvikna,
að kunna á því skil
hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu.
Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt
er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér.

Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín fyrstu orð.
Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun.
Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð.
Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt.

Texti: Ólafur Haukur Símonarson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þettta er yndislegur texti.   Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 13:42

2 identicon

Já þetta er svo fallegur texti og lagið líka. Ég fæ eiginlega alltaf tár í augun þegar þetta lag hljómar þannig að ég sækist ekki beinlínis í það. Vona að þú eigir góðan dag í dag:)

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er yndislegur texti

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2008 kl. 18:47

4 identicon

Fallegt lag og yndislegur texti

Bryndís R (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta er fallegt lag og fallegur texti.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Hugarfluga

Ohhh þetta er svooooo yyyyyndislegt lag!! GRENJ!!!!

Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það er bara yndislegt að syngja

Mikið er ég farin að sakna kvennakóirsins mííns á Hvammstanga þessa dagana.  Þessi texti og þetta fallega lag er mér afar hjartfólgið

Knús 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband