Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég...

...full af kvefi!  Hnerraði eins og ofnæmissjúklingur í gær...og var að vona að það væri til komið út af mikilli ilmvatnsnotkun sumra starfsfélaga minna...

...en svo reyndist ekki vera...því þetta hélt áfram eftir að heim var komið...og hér eru sko engin ilmefni!!  Meira að segja Einar, þessi elska, rakar sig með Neutral hárnæringu.

Nema hvað, nefið á mér er fullt af hori og hálsinn er með eitthvert ógeð líka...

Sem sagt, mér tókst að næla mér í þetta kvef...sem hefur grasserað kringum mig undanfarið! 

Skítt með það, þetta líður hjá.

Það sem er skemmtilegra og betra er að Jóhannes er orðinn frískur...ég ætlaði að skrifa hress, en hann er alltaf hress!  40° hiti slær ekki hressleikann út hjá þessum gormi.  Reyndar getur það að þurfa að taka til gert að hressleikinn hverfur bakvið "þreytu" eitt augnablik...en það endist aldrei lengi LoL

Hann var bara með 6 kommur í gærkveldi, og svaf í sínu rúmi í nótt.  Hann var reyndar ekkert of ánægður með það, því hann vildi sofa í mínu rúmi...kúra á brjóstunum...  Hann er ótrúlega brjóstasjúkur þessi pjakkur.  Hann hætti á brjósti 11 mánaða og man svo sem ekki eftir því, en hann hefur aldrei getað slitið sig frá brjóstunum.  Þegar Lilja sys. var ólétt s.l. sumar spurði hann mig hvort ég gæti ekki líka fengið baby í magann...svo það kæmi mjólk handa HONUM...hann vildi ekkert fá barnið sko!!!  Í fyrradag þá sagði hann við mig með innlifun; "Mamma, ég bara ELSKA þessi brjóst".  Pabbi hans segir að hann sé KARLMENNI og muni ALDREI vaxa upp úr því að þykja brjóst ÆÐI!!  Svo þeir feðgar berjast um eignaréttinn...Grin

--

Heyriði, ég var ekki búin að segja ykkur það nýjasta úr húsinu?!!!  Nú er kominn hiti!!  Búið að tengja gólfhitann!!!  Og bílskúrshurðin er komin í!!  Hef reyndar bara séð hana innan frá ennþá þar sem Einar var ekki búinn að taka plöturnar frá í gær.  En hann gerir það væntanlega fljótlega og þá verð ég nú að taka myndir...og með hurðina opna líka svo þið sjáið bílskúrinn að innan!!  Ooooohhh, mér finnst þetta svo spennó!!!  Og finnst maðurinn minn alger hetja InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Jamm, gólfhiti í ÖLLUM gólfum!  Gólfið í bílskúrnum var orðið volgt í gærkvöldi!  Yndislegt! Sé fram á að mér verði heitt á tánum í framtíðinni...eitthvað sem ég hef ekki getað státað mig af hingað til...enda minn heittelskaði með kal-bletti á innanverðum lærunum...

SigrúnSveitó, 24.1.2008 kl. 11:31

2 identicon

leitt að heyra af heilsuleysi heimilis manna, gaman hvað gengur vel með húsið, og geðveikt prjónelsi eftir þig.. allt gott að frétta héðan.. bk. Salný

salný (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:47

3 identicon

Hann Jöhannes er bara of sætur!

jóna björg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þér á eftir að batna fljótlega og færð sjálfsagt aldrei kvef í nýja húsinu, gólfhiti er bara snilld. Jóhannes er dúlla.  Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband