Leita í fréttum mbl.is

Fiskur

Hringdi í Lilju sys. í dag og fékk fiskiuppskriftir sem mig langar að deila með ykkur:

Pabba-fiskur

Fiskur að eigin vali kryddaður með timjan, pipar og hvítlaukskryddi/hvítlaukssaltiog steiktur á pönnu.  Settur í eldfast mót.  Rjómi og gráðostur látinn á pönnuna og látið malla þar til osturinn er bráðinn.  Sveppum bætt út í og látið malla um stund.  Síðan er þessu hellt yfir fiskinn og inn í ofn.
Borið fram með brauði og/eða kartöflum.
(Pabbi setur rækjur og hörpudisk út í, í lokin og þeir sem eru fyrir slíkt gætu þá gert það líka.)

Lilju-fiskur

Fiskur kryddaður með fiskikryddi og steiktur á pönnu.  Settur í eldfast mót.  Gulrætur, sveppir og epli (allt skorið í bita) er steikt á pönnunni.  Síðan sett yfir fiskinn.  Loks er rjómi og piparostur látinn á pönnuna þar til osturinn er bráðinn.  Þessu er svo hellt yfir fiskinn.
Borið fram með brauði og/eða kartöflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndislegt matargat mín kæra, vildi sko alvega borða oft hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 23:38

2 identicon

jummí - hljómar vel!  Manni vantar alltaf nýjar hugmyndir til að elda fiskinn :)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er voða gott að fá nýjar hugmyndir.

Ásdís...ég skil þig vel...mér er amk sagt að ég geri svo góðan mat ;)

SigrúnSveitó, 22.12.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:31

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla kæra bloggvinkona

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.12.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband