Leita í fréttum mbl.is

Nóttin, nóttin hún er yndisleg...

...mikið hlakka ég til að skríða upp í rúmið okkar á eftir, kúra undir stóru sænginni okkar, á öxlinni á mínum heittelskaða og ekki nein gjá að detta í!!!  Hafiði heyrt þetta áður?

Jamm, ég er gífurlega lukkuleg - og við reyndar bæði - með nýja rúmið og glöð með þessa reynslu.  Nú þurfum við aldrei að spá í að kaupa tvískipt rúm aftur!!!

Annars er kvöldið búið að vera gott.  Fór á mannamót áðan, ásamt mínum heittelskaða.  Það var æði.  Svo kaffihús á eftir.  Góður lattebolli í góðra vina hópi, með Einarinn minn mér við hlið.  Gerist vart betra.

Nema auðvitað að sitja með ormana okkar líka.

--

Í fyrramálið ætlum við Jóhannes að eiga góða stund saman.  Svo ætlar hann á leikskólann öðru hvoru megin við hádegið.  Einar sækir hann svo en ég fer á kvöldvakt. 

Jón Ingvi var heima í dag, hann kvartaði undan magapínu í morgun...eða bar sig aumlega alveg þar til ég sagði að hann skildi bara vera heima í dag.  Þá varð minn galvaskur og albata.  Hann þurfti greinilega bara á frídegi að halda.  Ég finn á honum að hann er farinn að þurfa á fríi að halda, svo það er gott að það er ekki mjög langt í jólafríið!   

---

Í hjartanu mínu heyrist; "Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel".  Og mér líður auðvitað sérstaklega vel yfir að vera inni í hlýju og þéttu húsi meðan það rignir úti og rokið fer hratt yfir Skagann...

Bíð ykkur góða nótt...Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það sé tímabært að ég kvitti fyrir... til hamingju með nýja rúmið og dagsetninguna á húsinu, hlakka til að koma og sjá!  Þarf að prófa þetta brauð, hljómar vel.

 Kveðja úr Hafnarfirðinum,

Margrét (Valkyrja)

Margrét (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: SigrúnSveitó

jiiiiiiii, hvað er gaman að þú loksins kvittar! Ég hlakka líka til að sýna þér húsið!  Þú verður veik, ferð beint og kaupir lóð og byggir!!

Hakka til að sjá þig

SigrúnSveitó, 29.11.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband