13.11.2007 | 11:50
Ég er EKKI ólétt!!!
Og hana nú!!!
Skil samt ekki þessa magaverki og ógleði. En núna ætla ég að prófa að taka feitu mjólkurvörurnar út!! Kaupi meiri soyamjólk...eða kannski hrísmjólk...hvernig ætli hún sé hituð?? Jóna, hefurðu reynslu?? Hefurðu prófað hrísmjólk í te-latte´ið þitt??
---
Fór á fætur með skólabörnunum okkar í morgun, skreið svo upp í aftur þar sem leikskólatappinn okkar var sofandi enn. Einar var líka sofandi, hann er að fara á næturvakt. Nema hvað, ég náði eiginlega ekki að sofna aftur, reiknaði með kalli frá þeim stutta fljótlega. Nema hvað. Svo heyri/skynja ég, að hann opnar hurðina og trítlar inn...og er kominn að rúminu...ég átti von á að hann myndi hoppa upp í á hverri stundu...þá kallar hann - úr rúminu sínu! Ég er ekki í vafa, þetta var fylgjan hans, komin á undan honum. Ekkert óþægilegt við þetta, bara gott sem honum fylgir Hef ekki fundið fyrir svona fylgju áður, þó ég hafi skynjað og séð ýmislegt gegnum árin.
---
Núna ætla ég að fara að hræra í ostabollur...og steikja. Tók út 2,5 kg af hakki og nú verður steikt í löngum bönum!!!
Ostabollur, uppskrift frá múttunni minni.
400 gr nautahakk
100 gr rifinn ostur
1 dl raspur
2 dl mjólk
1 st egg
kjötkraftur - Kød og grill
Öllu blandað vel saman, gerðar bollur, velt upp úr raspi, steikt á pönnu, sett í ofn og steikt "færdigt".
Borið fram með kartöflum og feiti...Bernais fyrir þá sem það vilja (Einar t.d. elskar Bernais...ég er ekki eins hrifin...)
---
Bless í bili. Ást...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha, nei ekki orð um það meir! En þetta kom sko ekki frá mér...þú og Hrönn voruð eitthvað að rugla!!
En sjáðu hvað ég get verið klikk...skrifa að ég ætla að taka út mjólkurfitu...og geri svo OSTAbollur í kvöldmatinn!!!
SigrúnSveitó, 13.11.2007 kl. 13:55
hef ekki prófað að hita hrís mjólkina hingað til en prófa það bara núna med det samme, á eins græju og þú frá Bodum. hef þá ástæðu til að fá mér te latte en ekkert súkkulaði núna er hálf óglatt líka
Var ekki að fatta þetta með fylgjuna fyrst, las það eins og Jóhannes hafði kallað til þín e-ð um fylgju og hugsaði með mér hvernig í ósköpunum krakkinn vissi hvað fylgja væri (þú veist, þessi í óléttum konum) hahah. En það er bara gott að hafa góðar fylgjur inni hjá sér, hef trú á því
kossss...
jóna björg (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:36
prófunum lokið, hún hitnar vel, lengur að hitna en mjólkin samt en skúmmast ekki, sem gefur kannski að skilja þar sem hún er frekar þunn.
en hvernig er að hita soja mjólkina, hefurðu prófað það?
jóna björg (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:50
hahaha!! fylgja...
Mér finnst eitthvað óbragð af soyamjólkinni... best að prófa hrísmjólkina á eftir...keypti áðan ;)
Knús...
SigrúnSveitó, 13.11.2007 kl. 14:54
Er það ekki alltaf það fyrsta sem fólki dettur í hug?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 18:07
Éta éta éta .... love it!
En heldurðu að þú sért kannski ólétt? Nei, djók .. segi svona. *smjúts*
Hugarfluga, 13.11.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.