Leita í fréttum mbl.is

Mánudagshugleiðingar Sigrúnar

Ég datt um þetta í morgun;

"Sagt er að "fear" sé skammstöfun á "False Evidence Appearing Real"" og þetta sagði mér svo mikið.  

Tökum sem dæmi ótta minn frá síðast liðnum föstudegi, þegar ég var að drulla á mig yfir að vera að fara hitta KONUR!!!  Þetta var mjög raunverulegt í hausnum á mér, en svo þegar ég mætti á staðinn þá komst ég fljótlega að því að þetta var einmitt bara "False Evidence Appearing Real" því auðvitað voru þessar konum ekki spor hættulegar.

Ég hef gruggað smá í þessum ótta mínum og komist að því að hann er gamall og á ekki við rök aðkaerlighed styðjast.  Held að ástæða þessa ótta sé að ég hafi, hér áður fyrr, upplifað konur sem samkeppnisaðila, ég hef upplifað að aðrar konur séu betri en ég, á meðan mér hefur liðið betur í hópi karlmanna þar sem ég hef verið kynvera.  

Þetta er gamalt, og svona var lífið einu sinni.  Svona er það ekki í dag.  Þess vegna er engin ástæða til að burðast með þetta svo ég stefni á að henda þessum bresti út í hafsauga LoL

"Learning to love yourself is the greatest love of all"!!!! 

---

Af húsamálum er þetta að frétta í dag að Einar er uppfrá að rífa restina af stillösum niður (hann er í ofur-virknis-kasti, var sko á næturvakt í nótt...hann er duglegur þessi elska) og svo ætlar hann að byrja á þakinu á morgun!!!  Mikið spennandi framundan.  Gluggar og hurðir verður tilbúið um mánaðarmótin.  

Ég og Jóhannes erum hins vegar heima að dúllast.  Hann fékk að vera í fríi í dag, enda hélt ég aðLjós&kærleikur minn heittelskaði kæmi heim að sofa...annars hefði Jóhannes líklega farið í leikskólann svo ég gæti farið uppeftir að vinna með Einari.  Við (ég og Einar) vorum sammála um það áðan að það væri hálf hættulegt fyrir Jóhannes að vera með uppfrá núna út af naglaspítum út um allt.   Og Jóhannes situr ekki mikið kyrr, hann hoppar og skoppar um allt og gæti því verið í hættu þarna...
Ætli næst á dagskrá hjá mér sé ekki að taka til kringum húsið...

Núna ætla ég að smella mér í sturtu...svo ætla ég að hringja í Jónu (tengdó) og bjóða henni í kaffi.  Síðan er vinna í kvella.  

Ljós&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband