Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg helgi liðin

...og annasöm.

Það er þannig að það er oft "allt" að gerast á sama tíma.  Við fórum í bústað með paragrúppunni okkar í gær.  Ætluðum eiginlega að stinga af á föstudaginn og vera tvær nætur...en það gekk ekki.

Ég þurfti að vera á fundi á Skaganum í gær...svo við lögðum af stað eftir hann.  Sem var fínt því þá náði Jóhannes íþróttaskólanum áður en við rukum af stað.  

Paragrúppuhittingurinn var hreinasta SNILLD!  FRÁBÆR hópur þar á ferð.  Við erum 5 pör sem hittumst 1. sunnudag í mánuði, borðum saman og eigum góða kvöldstund saman.  Þetta er svo skemmtilegur hópur, við hlæjum mikið saman og eigum góðar stundir.  Kvöldið...og fram á nótt...í gær var engin undantekning. 

Svo urðum við að rjúka af stað aftur hálf 11 því það var annar fundur á Skaganum kl 13 sem við þurftum að mæta á...jamm, ótrúlega ómissandi fólk hér á ferð LoL

Svo æddi Einar upp í hús (það á jú að steypa á morgun) og ég æddi heim til að skúra...skrúbba...bóna...(eða þannig)...því fasteignasalinn var með opið hús.  Salan um daginn gekk til baka þar sem gaurinn fékk ekki greiðslumat Frown svo við erum aftur on the market!  Sem er aðallega leiðinlegt...leiðinlegt að vera alltaf að taka til og þrífa...en það góða er að það er þá gert!!! 

Ég og krakkarnir fórum svo út að hjóla meðan fasteignasalinn sýndi íbúðina.  Það komu einhverjir að skoða, einhverjum leist ekkert á þetta og hinir eiga eftir að selja sitt.  En þetta hefst allt á endanum.  

Jamm, held ég geti ekki logið meiru að ykkur í bili.

Ást... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg helgin hjá þér. Íbúðin selst engar áhyggjur. Eigðu góða vinnuviku og vonandi gengur vel í steypunni á morgun.  

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband