Leita í fréttum mbl.is

Hellú

Laugardagur að kveldi kominn.  Fór að heiman kl. 7.50 og kom heim 17.40. Þá voru Einar og börnin á leið heim frá Reykjavík/Keflavík.  Ólöf Ósk var að keppa í sundi, Einar og strákarnir voru á vellinum...sko fótboltavellinum að sjá ÍA spila við Keflavíkurliðið...ekki orð um það meir!!

Ég var hins vegar á skemmtilegum fundi í höfuðborginni.  En ómægod hvað ég verð þreytt á að sitja á rassinum heilan dag.  Gott að vera ekki í skóla lengur!!!

...þó ég hafi fengið athyglisverðar hugdettur um síðustu helgi...einmitt...jamm...skóli...bara smááá...eða sko eitthvert "smá" framhaldsnám í geðhjúkrun...já, ég er ekki hætt við...mig langar SVO á geðið.  Nú erum við búin að gera nýjan díl...sko, ef þessi blessaða Sundabraut kemur ekki á næstunni...þá ætlum við að endurmeta stöðuna þegar Jóhannes fer í skóla!!!  Ég get ekki gleymt geðinu, geðið á mig!!!  Jamm...  Ég veit að Guðbjörg föðursystir verður ánægð með mig núna Wink 

En núna ætla ég að skríða undir sæng, glápa á einhverja vitleysu í imbanum og halda áfram að prjóna...prjónaði sko HELLING á fundinum í dag!!!

Góða nótt, darlingurnar mínar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

vá mamma verður sko ánægð með þig núna,,og ég líka,,,þetta er eithvað sem væri fyrir mig ef ég æri búin að læra hjúkkuna.


Bergþóra Guðmunds, 29.9.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf að hlusta á sinn innri mann........

....hann hefur glettilega oft rétt fyrir sér!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 00:21

3 identicon

Kíkti við ! Alltaf nóg að gera hjá þér og þú ert svo dugleg að blogga !

 Kveðja

 Rúna Valkyrja

Rúna (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 01:54

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já fylgja sinni hgsjón er það besta sem maður gerir fyrir sig og aðra.

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín líka

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 05:53

5 identicon

bíddu bíddu bíddu, hmmm, endurmeta stöðuna? Ertu að segja að þið hafið í hyggju að flytja í sorann?

Annars líst mér vel á að þú fylgir hjarta þínu, það ætla ég að gera :)

knús 

jóna björg (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 11:10

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Flytja í sorann?!!!  NEI, NÚLL OG NIX!!!  En það getur verið að ég fari samt að vinna í Rvk þó sundabrautin verði kannski ekki komin ;)

Já, best að hlusta á hjartað, það veit sínu viti!

Knús á ykkur allar, fallegu konur.

SigrúnSveitó, 30.9.2007 kl. 13:08

7 identicon

Ætlaði að fara að segja það, ég fékk væga snertu af bráðkveddu :)

knús 

jóna björg (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband