Leita í fréttum mbl.is

Óttakast

Var að lesa bloggið hjá Hugarflugunni minni.  Þar skrifaði hún m.a.;

"Þetta fer allt vel... 

Ætla að vanda mig núna að senda ekki neikvæðar kvíðafullar hugsanir út í andrúmsloftið. Hugsanir fullar af ótta og vonleysi.

Ætla að hugsa jákvætt og af öryggi.  Ætla að hrópa svo glymji í höfðinu á mér ... fram í alla útlimi ... út smæstu og næmustu taugaenda ... ÞETTA FER ALLT VEL!! ÞETTA FER ALLT VEL!!"

Og ég bara fékk óttakast...yfir prófinu sem ég er að fara í á þriðjudaginn...  Jiiii, hvað ég er klikk...  En ég reyni að gera eins og flugan mín fríð og hugsa jákvætt og af öryggi!!!  

Fólk segir það sama við mig og vanalega; "Afhverju ættirðu að falla núna frekar en áður?" og fleira svona...og ég veit þetta er rétt..EN ég fæ samt óttakast við tilhugsunina.  

Hugsa með gleði; Eftir viku er prófið búið...!!!  Júbbí jey!!!  

Ég er að HUGSA JÁKVÆTT!!!  

Ég er þreytt, ég er syfjuð, nenni ekki að ganga frá eftir kvöldmatinn...en veit að það gerist ekki af sjálfu sér. 
Jóhannes er í baði, sem er orðið kalt...hann vill ekki uppúr.  Allt baðherbergið er á floti því þeir bræður eru búnir að vera í stuði...

Benni (tengdapabbi) á afmæli í dag, og við buðum honum í mat.  Gaman að fá hann í heimsókn.

Þurfti að skreppa í borgarferð í morgun, náði að gera allt sem ég þurfti og meira til, því ég fór í heimsókn til Áshildar vinkonu minnar.  Yndislegt alveg.  

En nú ætla ég að drösla drengnum úr baðinu og ganga svo frá í eldhúsinu.

Einar er sofandi, var á dagvakt og er að fara á næturvakt...svo ég þarf að koma drengjunum í svefn...hér eru öll börn að tapa sér úr spenningi svo það er eiginlega HÁSPENNA...LÍFSHÆTTA...

Ljós&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur lestur, þú býrð á hinu fullkomna heimili, allt upp í loft smá stund og svo legst allt í ljúfa löð. Þér gengur pottþétt vel í prófinu, ég skal kveikja á kerti og borða súkkulaði.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, elsku Ásdís .  Það er sko kl 6.30 að íslenskum tíma n.k. þriðjudag...vona að þú sért góð í að borða súkkulaði í morgunmat

SigrúnSveitó, 20.6.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Ég ætla að hugsa fallega til þín í þessu ferli, ég mun ekki gera þetta fyrir þig þannig, en ég veit að það gerir gagn!

Eydís 

Eydís Hentze Pétursdóttir, 21.6.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 21.6.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband