Leita í fréttum mbl.is

Þreyttir ungar

Ungarnir okkar voru töluvert þreytt í morgun.  Ólöf Ósk og Jón Ingvi vöknuðu kl. 6.45, en það gekk ótrúlega vel.  Meira að segja prinsessan sem þolir illa þreytu á morgnana þar sem það venjulega fer MJÖG mikið í skapið á henni...sem svo bitnar á okkur...var með besta móti.  Það var yndælt fyrir okkur hin...og hana sjálfa að sjálfsögðu.  

"Litla" barnið okkar var alveg rotað.  Ég vakti hann þegar krakkarnir voru farin í skólann.  Ég setti fötin hans á ofninn því honum er svo kalt þegar hann fer framúr...honum fannst frekar ljúft að fara í heit og notaleg föt Smile  Hann fékk sér morgunmat og er farinn í leikskólann núna.  Hann var fljótur að kveðja, honum gengur miklu betur orðið að segja bless við mig á morgnana.  Hann þarf styttri og styttri tíma til þess.  Hann vissi strax hvað hann vildi fara að gera og settist og púslaði.  Yndislegt.  Ég fer ekki frá honum fyrr en hann er orðinn öruggur og það er gott að þetta gengur svona vel.  Okkar beggja vegna.  Mér þykir líka erfitt þegar hann er óöruggur.  

En núna ætla ég að hita mér morgunlatte´inn minn og rista mér brauð í morgunmat.  Svo er símafundurinn kl. 9 og svo er vinna dagsins framundan...kemur í ljós eftir símtalið hvað er mál málanna í dag.  

 

Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Sömuleiðis, elskan mín, þetta var bara yndislegt.
Vona bara að þú njótir kökunnar Hún er alls ekki flókin, svo þú kastar þér út í að baka hana einn daginn

Verum í bandi í dag, vil vita hvað verður með Gunnsann.

Knús, S. 

SigrúnSveitó, 16.4.2007 kl. 09:52

2 identicon

Takk fyrir sæta meilið frá þér frænka :-)      Vona að Gunnari brósa batni fljótt.

ragnhildur & inga (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 16.4.2007 kl. 13:54

4 identicon

Það verður sko yndislegt fyrir ykkur að fá nýtt rúm. Gott rúm á að vera mjög ofarlega í forgangsröðinni.

Prófaði nachos-kjúklingaréttin með mexíkóostinum (því við fengum smá lager að heiman) og hann er bara mmmm góður. Takk fyrir mig:)

Vona svo að bróður þínum líði betur og skríði saman fljótt og vel.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Verði þér að góðu, mín kæra.  

Og takk, já vonandi batnar "drengnum" fljótlega (hann er sko að verða þrítugur í næsta mánuði )

SigrúnSveitó, 16.4.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband