Leita í fréttum mbl.is

SÆLGÆTI!!

Íslenskt sælgæti er gott!!  Ég er búin að gúffa töluvert í kvöld...og er eiginlega alveg að springa...ekki gott.

Er búin að rabba við ÆM og biðja hann að hjálpa mér með þetta...enn eina ferðina.  Veit að það gengur...en ég er ekki mjög viljug...en þannig hefur það verið áður.  

S.l. sumar þegar sykurinn átti mig síðast, deildi ég þessu með "ykkur" líka...tengdó las það og sagði eitthvað á þá leið; "Úff, var að lesa bloggið þitt elskan...mikið áttu erfitt"!!! LoL

Já, það er ekki alltaf auðvelt að vera með raddir...græna karla...engla Halo og djöbba Devil að slást...í hausnum...

Færsla skrifuð 18. ágúst 2006:

Ég er að kafna úr sykurleðju!!! Hluti af mér er að klikkast á þessu, buxur farnar að þrengjast (og skyldi engan undra!!!) og hausinn á mér á 100 alla daga; "ekki nammi í dag, það er ekkert mál" en svo spilast þessi rulla í hausnum á mér þar til ég fæ mér sykur!!! ojojoj. En svo er hinn hlutinn af mér sem bara er að fíla þetta í tætlur og langar sko ekki baun í bala að hætta að borða sykur aftur. Og segir, "hvaða máli skipta nokkur kíló til eða frá?!" En þetta skiptir allt máli, útlitsþráhyggjan að drepa mig en tilhugsunin um að borða ekki þetta gómsæta ÍSLENSKA nammi er að drepa mig líka. Veit ekki hvern fjandann ég á að gera (eða hvað, kannski veit ég það alveg...)!!!
En hugsið ykkur t.d. gómsætan BRAGÐAREF, úff...nei...þetta gengur ekki...alveg sama hvaða leið ég vel...buhuuuuuu.....

Túttilú...

önnur færsla skrifuð 19. ágúst 2006:

það er allt að verða vitlaust...

...eða er orðið það!!! Það er allt á fullu í hausnum á mér, hann er á 100 allan daginn. Ég er að klikkast. Ég veit hvað ég þarf að gera. Ég verð að hætta borða sykur :( hausinn á mér þolir ekki sykur. Ég verð geðveik af honum. SYKUR ER EITUR!!! Amk. fyrir hausinn á mér.

Ég ætla að hætta að "drekka" á morgun...eða hinn...eða hinn...

Ég var að hugsa þetta í morgun og þá kom upp þessi hugsun: "Ég verð að fá mér BRAGÐAREF í dag, ég verð líka að fá mér STÓRAN poka af APPOLLÓ lakkrís".

Ég veit. Þau ykkar sem ekki eiga við þetta vandamál að stríða, þið skiljið þetta ekki. En ég veit að það eru líka þau ykkar sem skilja mig, sem betur fer. Ég er ekki ein.

Nú ætla ég að vinda mér í morgunmatinn...Swiss Miss!!!


Túttilú...

Já, það er ca svona sem hausinn á mér fungerar í dag...24. mars 2007.  Ég vona að mér eigi einn góðan veðurdag eftir að takast þetta...að vera sykurlaus einn dag í einu...alla ævi!!!  En nú er ég farin í bælið!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Úff, þetta hljómar pínu scary. Ég sé það núna að ég er ekki nammifíkill, þó mér finnist voða gott að borða nammi. Ég get samt alveg sleppt því og haft bara minn nammidag. Ég er hinsvegar algjör sökker fyrir snakki, sósum, kartöflum og Pepsi Max. Á rosalega erfitt með að borða bara grænmeti og drekka vatn. Gangi þér vel.

Hugarfluga, 24.3.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég skikl þig fullkomlega ! hef alveg sama vandamál. ég hef reindar ekki sama vandamál til danska nammisins, en það íslenska ! það er htæðilegt þegar ég kem heim að standast þessar freistingar. og ég tala ekki um þegar við fáum pakka. ég er svo glöð að við búum hér en ekki þar.(á íslandi)

kær kveðja og ljós frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 07:35

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er sko scary...og þetta er fíkn..og ég verð víst að ná botninum... Steina, danska nammið er einfaldlega ekki það sama!!!  (En ég get samt alveg dottið í það (danska nammið) ef þetta íslenska er ekki til staðar...).

Knús til ykkar allra

SigrúnSveitó, 25.3.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband