Leita í fréttum mbl.is

É´r að baka...

Jamm, afmæli prinsessunnar á bauninni á næstu grösum, og hún VERÐUR að fá kaniltertu! Kaniltertan á að fara í frysti og takast þaðan sólarhring fyrir neyslu, svo það er ekki seinna vænna...afmælishátíðin um helgina.

Ólöf Ósk verður 13 ára 28. október!

mæðgur saman á 1. jólaballi prinsessunnarHér erum við mæðgur á 1. jólaballinu hennar, þarna er hún þá 2ja mánaða.

Jamm, ótrúlegt en satt. Mér finnst það næstum eins og í gær þegar ég var með tilheyrandi verki í 44 klukkustundir áður en undurfögur snót leit ljósið í fyrsta sinn. En nei, það var ekki í gær...! Enda hefur alltof margt gerst til að það geti passað...mér finnst bara svoooo stutt síðan!

Annars er lítið að frétta. Einar er búinn að vera á fullu "hinumegin" eða *úti í byggingu*, eins og við köllum óbyggða hlutann af húsinu. Það eru komnir upp þeir veggir sem eiga að vera komnir upp fyrir jól. Nú er eftir að klára að sparsla 1. umferð í þvottahúsinu og svo er hægt að pússa. Mjög spennandi tímar framundan! Ég hlakka svooooo mikið til að fá þvottahúsið MITT í gagnið. Skápurinn góði verður HUGE! Sem er líka gott, enda 5 manna fjölskylda sem ætlar að deila honum.

Jamm. Jæja, best að þeyta rjómann fyrir kaniltertuna.

Túttilú...

„Ef við lítum á tilveruna og náungann með kærleika þá minnkar hið vonda af sjálfu sér; því ef maður fyllir vitundina eð ást eignast hið góða í veröldinni enn einn fulltrúa.“

- Olle Wedholm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það er sko ekkert smá góð terta, jumm. Knús til ykkar. Yndisleg mynd

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: JEG

JEG, 23.10.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Tína

Alltaf sami dugnaðurinn hjá þér yndisfagra kona. Værir þú til í að renna til mín....... snerta mig aðeins svo ég smitist af þessu??? Pretty please........ bara fyrir mig. Veitir ekki af sko. Ekki vantar að viljin er fyrir hendi....... það er bara allt annað sem vantar

En þessi börn eru svo fyndin í ákveðni sinni yfir ákveðnum kökum. Þegar Kristján fermdist í fyrra tók hann sko ekki annað í mál en að hafa gulrótaköku í veisluna. Takk fyrir.

Knús inn í helgina þína og til hamingju með litla skottið þitt.

Tína, 23.10.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú bakar sko ekki vandræði það er alveg ljóst.  Knús elskan

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiiiii hvað þú ert ung á þessari mynd en hefur lítið breyst.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband