30.9.2008 | 17:36
Möndlu-marens
Ég bakaði köku til að taka með í vinnuna í gærkvöldi - að sjálfsögðu! Gat ekki verið þekkt fyrir að taka ekkert með síðustu vaktina mína. Tertan sem ég bakaði sló rækilega í gegn og ætla ég að leyfa ykkur að fá aðgang að uppskriftinni hér:
350 g döðlur, fínt-hakkaðar
100 g möndlur, fínt-hakkaðar
70 g 70% súkkulaði, hakkað
130 g kókosmjöl
6 eggjahvítur
salt á hnífoddi
2 tsk vanilluduft
kókosolía til að smyrja formið með.
1. Hakkið möndlur, döðlur og súkkulaði í sitt hvoru lagi (hægt að gera þetta í matvinnsluvél ef vill).
2. Stífþeytið eggjahvíturnar.
3. Setjið vanilluduftið og saltið saman við döðlurnar, möndlurnar, súkkulaðið og kókosmjölið, og blandið þessu varlega saman við stífþeyttar eggjahvíturnar.
4. Hellið í springform (ca 28cm) sem hefur verið smurt með kókosolíunni.
5. Bakið í miðjum ofni v. 160°C ca 20-30 mín. Má ekki vera of lengi í ofninum, þá verður kakan þurr, heldur að taka hana út meðan hún er svolítið mjúk.
6. Kælið áður en kakan er tekin úr forminu.
Ég þeytti svo rjóma og blandaði við hann bláberjum (úr Svínadal) og setti ofan á kökuna.
Kakan var reyndar eiginlega bara betri í dag þegar rjóminn var búinn að fá tækifæri til að bleyta upp í henni...
Ég mæli eindregið með þessari og ekki spurning að ég mun gera hana næst þegar ég á að taka eftirréttinn með í paragrúppu!
--
Annars ekkert nýtt. Bara spennó að byrja í nýju vinnunni á morgun! Ef þeir eru ekki hættir við að vilja mig...segi svona...ég var nefninlega beðin að taka með mér gögn varðandi stúdentspróf...ég sagði þeirri sem hringdi að það gæti reynst erfitt þar sem ég er ekki með stúdentspróf... Hún skildi heldur ekki hversvegna þau vildu þetta...hún sagðist hafa haldið að það væri nóg að ég væri hjúkrunarfræðingur...!!! En það var sem sagt launadeild Landspítalans sem var að biðja um þetta...ég ætla aðheyra meira um þetta á morgun!
Nú held ég að ég verði að spá í kvöldmat...!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Namm... Prófa þessa við fyrsta tækifæri
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.