Leita í fréttum mbl.is

Ég er búin að taka ákvörðun!

Og ég er byrjuð að framkvæma!!! Því það er nefninlega ekki nóg að taka ákvörðun...ef þið þekkið söguna um froskana...:

3 froskar sátu á grein, einn tók ákvörðun um að stökkva út í vatnið. Hvað voru þá margir eftir á greininni???

3...því þessi eini tók ákvörðun...hann framkvæmdi ekki!

---

Ég er sem sagt búin að ákveða að hætta að segja hvað ég sé ófundvís. Þegar ég var au-pair í Englandi sagði Carol alltaf að ef hlutirnir hefðu munn myndu þeir bíta mig...því ég sá ekki það sem ég var að leita að þó það væri fyrir framan mig....  Þetta hefur verið minn sannleikur og ég hef verið mjög ófundvís...

Núna hef ég snúið vörn í sókn og segi: Ég ER fundvís!

Og varðandi purkuna í mér...ég er alltaf að segja hvað ég sé mikil svefnpurka, hvað ég eigi erfitt með að vakna á morgnana og sé ENGIN morgunmanneskja...

Ég ákvað í gær að prófa...og snúa vörn í sókn þarna líka og viti menn, í morgun var ég vöknuð á undan klukkunni og var glaðvakandi. Fór framúr og kom börnunum á fætur og græjaði nesti og langaði bara ekkert til að fletja bælið!

Svo nú er næst á dagskrá að halda áfram á þessari braut og hver veit, kannski ég verði bara orðinn morgunhani áður en ég veit af?!!!!!

---

En núna ætla ég að fara að þvo útidyrahurðina og bera á hana...hún hefur látið á sjá eftir sunnanveðrin sem á henni hafa glumið s.l. árið!

Smútzzz...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugurinn ber mann hálfa leið....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: JEG

Já hann Ætli svíkur mann stundum en það getur líka verið auðvelt að vinna hann ef hann er ekki of stór.

Knús mín kæra og kveðja úr sveitinni.

JEG, 25.9.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband