Leita í fréttum mbl.is

Vitnisburður barnanna okkar :)

Þá er komið sumarfrí hjá skólabörnunum okkar.  Þau áttu að mæta á hjólum í morgun og fara í óvissuferð með sínum bekk.  Jón Ingvi varð að fara labbandi...það var sprungið á hjólinu hans þegar hann ætlaði að fara af stað Frown Kennarinn reddaði málunum og tók Jón Ingva með sér í bílinn og fékk hann til að hjálpa sér með óvissuferðina Smile

Ég get sagt ykkur að ég fékk tár í augun af gleði þegar kennarinn hans, hún Árný, sagði mér að hún verður áfram með bekkinn næsta vetur.  Yndislegt bara.  Hún er að átta sig svo vel á honum og er að reynast honum svo vel.  Snilld alveg.  

Jón Ingvi kom vel út úr vitnisburði og verð ég auðvitað að monta mig aðeins.  Í list- og verkgreinum fékk hann "mjög gott" og "framúrskarandi" í hegðun og "mjög góð" og "framúrskarandi" fyrir ástundun.  Fékk mikið hrós og hvatningu, sem er bara æði. Hann fékk mikið hrós fyrir lestur og stóð sig að öllu leiti mjög vel. Í sundinu lauk hann 2. stigi.

--

Ólöf Ósk stóð sig ekki síður vel.  Það voru engin hefðbundin próf en krakkarnir metin eftir verkefnum vetrarins að mestu. Hún fékk þessar einkunnir:
íslenska: 8
stærðfræði: 7,5
enska: 8,5
danska: 10
samfélagsfræði: 9
náttúrufræði: 8 
myndmennt: 8,5
hönnun og smíði: 8
textílmennt: 9
heimilisfræði: 7,5
íþróttir: 7
sund: 7. stig: fékk þar 9,5 og 10 í öllum sundum Smile

Að auki fékk hún þessi orð frá kennaranum:

"Kæra Ólöf Ósk, þú er hefur sýnt að í þér býr góður námsmaður, metnaðarfull og vinnusöm..." 

Er eitthvað skrítið að ég sitji og tárist af gleði og stolti yfir duglegu börnunum okkar? (Ólöf Ósk var fegin að ég sá vitnisburðinn bara heima í stofu...henni finnst frekar pínlegt hvað foreldrar hennar eru miklir vælukjóar...Crying...en tárin eru oftast gleðitár...Wink...LoL)

--

Annars er letilíf hér í dag, ég og Jóhannes drusluðum heima í morgun, ég dormaði og hann horfði á teiknimynd og dúllaði sér.  Svo er vinna á morgun...er ekki í gírnum...langar að vera í sumarfríi eins og börnin...eins og þegar ég var í skóla!!! En þeir dagar eru víst liðnir...Tounge

Skvísan okkar er að fara í klippingu á eftir...kannski ég smelli inn fyrir og eftir myndum þegar við komum heim aftur Smile

Later... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru svo dugleg og yndisleg öll börnin ykkar .. þið megið alveg rifna af stolti og fella nokkur gleðitar! *knús* til ykkar ;) Ps. set inn matseðilinn fyrir þig þegar ég kem heim .. verð að leyfa þér að slefa yfir honum hehehe

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: JEG

Glæsilegt. Minn gaur fékk nú fínar einkunnir líka en vantar smá uppá að hann vandi sig nóg. Annars alveg hreint meiriháttar.

Knús til þín.

JEG, 2.6.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Vá þetta eru frábærar einkunnir!!!
Þið Megið sko alveg vera stoltir foreldrar
Ólöf Ósk er ofsalega fín með nýja toppinn sin;)

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband