Leita í fréttum mbl.is

Smá blogg...

...ekki vil ég að Jóna engist of mikið af fráhvarfseinkennum ;)

Við rétt náðum heim áður en gestina bar að garði.  Algerlega frábært að hitta þau.  Þetta voru Rakel, Keld, Ásdís og Sophie.  

Jóhannes faldi sig inni í þvottahúsi...ægilega feiminn.  Svo fórum við, fullorðna fólkið, inn í eldhús að gera kaffi og þá hljóp hann inn í herbergi og fór að leika við Sophie...á dönsku!  Sophie er ári eldri en hann og þau hafa þekkst frá fæðingu...fæðingu Jóhannesar sko ;)

Jón Ingvi og Ásdís hafa alltaf náð vel saman, en Ásdís er 3 árum eldri en hann.  Svo þau áttu góðan eftirmiddag saman.

Svo var það Disneyshow fyrir börnin kl 19.00, með popcorni ;)

Við hin, ég, Einar, Rakel og Keld, fengum okkur hins vegar þessa himnesku súpu og mjög góðar bollur.  Mér finnst snilld að láta bolludeig hefast svona í ísskáp.  Smella í deigið að morgni og þá er það tilbúið til notkunar þegar ég kem heim úr vinnu.  Eða smella í deig að kvöldi og henda svo bollum í ofninn að morgni; súper morgunmatur!

Jamm.

En núna ætla ég að setja utan um eitt stykki rúm og fleira skemmtilegt ;)

Set inn myndir á morgun...held ég...

Kyss.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlakka til að sjá myndirnar á morgun, hvaða uppskrift ertu með í þessum bollum??  Góða helgi krúttið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband