27.1.2008 | 13:33
Síðasti sunnudagur janúar-mánaðar!!!
Góðan sunnudag, elskurnar mínar til sjávar og sveita!
Hér í koti fóru sumir snemma á fætur (minn heittelskaði kl. 5.15), aðrir aðeins seinna (strákarnir rönkuðu við sér til að horfa á danska barnatímann kl. 7.40)...á meðan enn aðrir lágu á sínu græna fram undir hádegi (ég sko...). Dí hvað ég er svakalega morgunsvæf. Og morgunlöt. Mér finnst bara ótrúlega notalegt að liggja undir sæng þegar ég get og má. Jóhannes kom reyndar um níu-leitið og sagði; "Mamma, viltu hjálpa mér, ég ætla að fá mér í gogginn" (algert krútt). Ég fór og gaf honum súrmjólk með púðursykri og cheerios...og skreið undir sængina aftur. Dormaði eiginlega eftir það. Mjög notó.
---
Held svei mér að kvefið sé á undanhaldi. Hélt það reyndar líka í gærmorgun...en var mjög stífluð allan daginn. Svo er ég líklega með vökva í eyrunum...undarleg tilfinning. Það eru allskonar skruðningar og læti í eyranu á mér og svo heyri ég frekar illa. Veit núna hvernig börnunum mínum hefur liðið á þeirra yngri árum...
---
Ég tók mér það bessaleyfi að STELA uppskrift frá Hugarflugunni minni kæru. Svona svo ég týni ekki uppskiftinni...vona að Hugarflugan fyrirgefi mér...;
"...Útbjó svo kartöflur, sem ég tvíbakaði; þ.e. bakaði þær fyrst, lét þær kólna og tók svo innan úr þeim og blandaði saman við sýrðan rjóma, blaðlauk, papriku og beikon og stráði svo Mozzarellaosti yfir og oregano og bakaði aftur."
Hljómar guðdómlega, finnst ykkur ekki??? Mér finnst það amk. Enda hef ég löngum verið kartöfluglöð kona!
--
Haldiði ekki að mér hafi verið boðið á Tupperware kynningu í dag?!!!! Hef ADLREI orðið svo fræg að fara á slíka kynningu. Eina kynningin sem ég hef farið á, er kynning á hjálpartækjum ástarlífsins. Minnist þess þó ekki að hafa keypt neitt.... Man hins vegar að það var mikið flissað...
Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla...kannski...að kaupa. Og ég ætla EKKI að kaupa neitt annað!!! Segi ykkur seinna hvað ég keypti...ef ég keypti það...!!!
Best að fara að prjóna....
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri ábyggilega þræl gaman að fara á svona kynningu um hjálpartæki ástarlífsins
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2008 kl. 16:57
Vona þér fari að hressast pestin sem allra fyrst. Hér á bæ hjá mömmu&pabba er dekstrað við mann hægri vinstri .. þurfum heldur betur að passa línurnar eða taka extra vel á því í ræktinni :D Endalaust verið að troða í mann mat :) knús á ykkur!
ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.