Leita í fréttum mbl.is

Gulrótar- og döðluterta

Hér kemur ein enn...vona að þið springið ekki... ;) 

Gulrótar- og döðluterta

3 egg
1 dl kókosolía
400 gr döðlur
1 tsk vanilluduft
300 gr spelt
3 tsk lyftiduft
200 gr rifnar gulrætur
100 gr 70% súkkulaði
125 gr möndlur – þurrristaðar og gróft saxaðar

Olía, egg og döðlur hrært vel saman í hrærivél.
Blandið þurrefnunum saman og og setið út í hrærivélarskálina ásamt gulrótum, súkkulaði og möndlum. Ekki hræra mikið!
Setjið í smurt form og bakið við 180°C í 45-55 mín.

Gulrótarsúkkulaði

100 gr rifnar gulrætur
1¼ dl kakó
¾ dl kókosolía
½ dl agave
½ tsk vanilla

Allt sett í skál, blandað vel og hellt yfir kökuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

mmmmmmmmmmmm verð að prófa þessa

Dísa Dóra, 16.1.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: hofy sig

Mér líst ljómandi vel á þessa, en hvað með súkkulaðið, má mann fá sér svona þegar maður er í sykurfráhaldi?

Knús á þig.

hofy sig, 17.1.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

uuuuuuuuuuuuummmmmmmmmmmmm

Jæja, það endar með því að ég verð að fara að prófa þessar uppskriftir þínar stelpa það þýðir ekkert að slefa alltaf ofan í lyklaborðið

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.1.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Hófý, það er enginn sykur í þessu "súkkulaði".  Ég amk þoli það, en hver og einn verður að finna hvað það er sem tendrar fíknina...

Knús á ykkur allar.

SigrúnSveitó, 17.1.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég á ekkert af þessum hráefnum; kókosolíu, agave, spelt ... held ég þurfi að fara að versla.

Hugarfluga, 17.1.2008 kl. 19:57

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þetta er frábært dæmi um hollar og góðar nútímatertur, geri svona tertur fyrir starfsfólkið á hverjum föstudegi.

Meira af svona og við getum sprellað í sundskýlunum í sumar án þessa að lýsið leki af manni og David Hasselhoff verði abbó og allt.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

nammi namm, hljómar dásamlega.

Bless mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband