Leita í fréttum mbl.is

Ég á afmæli í dag...

Takk fyrir kveðjurnar sem þegar hafa borist!! Kissing ég

Mér finnst skrítið að hugsa að ég sé 37 ára!  Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég sennilega halda að ég væri svona 25...var lengi vel 18...en er það ekki lengur...sem betur fer LoL

Ég veit ekki afhverju mér finnst skrítið að vera 37, kannski af því að ég man svo vel eftir fertusafmælinu hennar mömmu...og mér fannst hún svo svolítið gömul... kommon...FERTUG!!!  En svona er þetta skrítið.  Mér finnst mamma ekkert gömul lengur og mér finnst ég ekkert gömul...en hins vegar þykir dóttir minni það stundum...

Hvað um það.

Ég fór að æfa í morgun og sat svo í næstum klukkutíma, þambaði kaffi og spjallaði við kerlurnar sem þar voru.  Mjög gaman.  Gréta, date-ið mitt, mætti rúmlega 8 eins og um var samið, var að koma af næturvakt.  Ætlum að hittast aftur í fyrramálið, sami staður, sami tími.  Mér finnst æði að hafa hana með í þessu, og held það sé gagnkvæmt.  Eintóm hamingja Heart

við hjónakorninKom svo heim og komst að því að minn heittelskaði var enn vakandi...hann var sko á næturvakt...en hann hefði verið farinn að sofa...nema af því að hann langaði að knúsa mig InLove Yndislegast.

En núna ætla ég að fá mér morgunmat og vinna ákveðið verkefni sem ég hef frestað undanfarið...en þetta þarf að vera klárt í kvella þegar til mín kemur kona til að heyra hvað ég hef fram að færa...Cool

Njótið dagsins og þess sem lífið hefur upp á að bjóða...

Að lokum þetta úr gömlu afmælisdagbókinni minni um persónu fædda 8. nóv.:

Þú ert mjög listrænn að eðlisfari og þráir fegurð, samstillingu og skraut í kringum þig.  En þú ert mjög samvizkusamur og ábyggilegur, og gæddur skilningsgóðum gáfum.  Þú hefur meðfædda hæfileika til hljómlistarstarfa.  Þú giftist sennilega snemma,og þar sem tilfinningar þínar eru mjög rómantískar, muntu bæði njóta mikillar hamingju og einnig verða fyrir sárum vonbrigðum.

---hvað segiði um þetta??? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hjartanlega til hamingju med afmælid fallega kona !!!

AlheimsLjós til thín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 10:52

2 identicon

Hæ nágranni og til hamingju með daginn, hún Ólöf minntist ekkert á að þú ættir afmæli þegar hún var hérna uppi í gær :)

Ég vissi ekki að við værum í sama merki :) 

Bestu kveðjur

Inga Uppi

Inga Uppi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

innilega til hamingju með daginn gella   25 eða 37??? ekki aðalmálið, heldur hvernig þér líður elskan. Knús frá Olískellunni

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.11.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn  Megi hann sem og aðrir ókomnir dagar færa þér hamingju og gleði

Veit ekki með hljómlistarhæfileikana en mér sýnist hitt allt passa!!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 11:34

5 identicon

Til hamingju aftur fallega mín, 37 hvað! ert ekki degi eldri en 25, bara þroskuð sál ;)

kyskyskys igen min ven og nyd dagen. 

jóna björg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:33

6 identicon

Til hamingju með daginn dúllan mín.  Eigðu góðan dag.  Les nú alltaf bloggið þitt á hverjum degi en ekki dugleg við að kvitta.  Knús og kossar

María (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:59

7 identicon

Elsku Sigrún mín - Innilegar hamingjuóskri með daginn úr Hafnarfirðinum og kveðjur til ykkar allra.   Hulda & Garðar

Hulda frænka (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:23

8 identicon

Innilega til hamingju með daginn kæra mágkona.

kveðja úr Hafnarfirðinum. Big Hug 





Valtýr Bergmann (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:34

9 identicon

Innilega til hamingju með daginn elsku Sigrún.

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:31

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju elskulega Sigrún. Því meira sem þú leyfir okkur að sjá af þér, því betur og betur kemur fegurð þín í ljós, sniðugt hjá þér samt að leyfa okkur að kynnast þér fyrst innan frá, þ.e.a.s. okkur sem ekki þekktum þig fyrir blogg.  Eigðu yndislegan dag og alla framtíð. knús og kveðja   Birthday Song 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 17:44

11 identicon

Skoða síðuna þína reglulega og því alveg tilvalið að kvitta svona í tilefni dagsins.

Til hamingju með afmælið.......unga kona 

Sigga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:02

12 identicon

Innilega til hamingju með afmælið og megirðu eigan góðan dag

Knús og kossar, Birna og Hemmi

Birna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 18:56

13 Smámynd: Úrsúla Manda

Til hamingju með daginn elsku Sigrún, vonandi hefur dagurinn verið þér góður Bara flott að vera 37... 7 ár í það hjá mér

Úrsúla Manda , 8.11.2007 kl. 20:00

14 identicon

Til hamingju með afmælið!  Mér finnst ég líka vera bara 25, en hey... maður er bara eins gamall og manni finnst maður vera ;)

Eva Ólafs~ (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:08

15 identicon

Til hamingju með afmælið...

knús Þóra Köben..

Þóra (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:23

16 identicon

fattaði allat í einu að það eru allavega tvær þórur sem þú þekkir í köben...hehe

ég er þessi sem var á skaganum... (og ætla að flytja þangað...) haha

knús aftur...

Þóra (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:26

17 Smámynd: Gísli Gíslason

Til hamingju með daginn, kveðja frá nobburunum á Álftanesinu.

Gísli Gíslason, 8.11.2007 kl. 21:49

18 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Frábært! Til hamingju með daginn. Við erum ekki eldri en við viljum. 1970 er góður árgangur:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.11.2007 kl. 22:04

19 identicon

Til hamingju með daginn Sigrún Aldurinn skiptir ekki máli nema að þú sért ostur

Sigga Magga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:14

20 identicon

Jæja sæta til hamingju aftur með afmælið.

Pakkarnir ykkar mæðgna eru ekki enn búnir að vellta sér inn í pappírinn, skil þetta ekki

Vona að þú hafir átt yndislegan dag.

Kveðja frá okkur

knús og miljón kossar

maría sys (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:02

21 Smámynd: Vigdís Silja Þórisdóttir

Ég ákvað að skella á þig ammæliskveðju unga dama og takk fyrir alla jákvæðisstraumana sem þú smitar frá þér. Og ekki þarf að spyrja því þú hefur sko örugglega fengið alveg yndislegan dag. Þú og ríkidæmið þitt þið eru svo mikið krúttarar. Og ég segi þá bara PUSS & KRAM till er alla storfameli.  kveðja Silja (á hvíta konan á vallarseli)

Vigdís Silja Þórisdóttir, 8.11.2007 kl. 23:16

22 identicon

°Til hamingju með afmælið sæta

hofy (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:30

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið, hef verið svo bissí, ekki kíkt á blogg eða slíkt! Þín nágrannakona í himnaríki!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.11.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband