Leita í fréttum mbl.is

Eins og drusla!!!

nýmjólkMér er illt og ég er slöpp...eins og drusla, gæti sofið út í eitt...!!

Skil ekki hvað er málið með mig. OK, ég er þó sennilega að verða búin að komast að því að ég þarf að prófa að taka út feitar mjólkurvörur...eins og ég gerði sumarið 1991 og lagaðist til muna í ristlinum. Undanfarið hef ég verið að fá ristilkrampa...og get hreinlega beintengt það við þegar ég hef fengið mér t.d. brauð með osti og/eða drukkið mikið kaffi...með nýmjólk...hverju öðru??!!!

En mér reynist þetta bara ekki eins auðvelt og þarna sumarið 1991.  Á þeim tíma drakk ég t.d. ekki kaffi, bara mjólk og gat án vankvæða skipt yfir í undanrennu.  Ég get hins vegar ekki hugsað mér að drekka undanrennu í kaffið (ojojoj) og hvað þá að hætta að drekka kaffi!!

Ég er fyrir nokkru síðan búin að kaupa mér soyamjólk...og ætla að prófa...um leið og ég þori!!  Frétti reyndar í gær að aðaldrykkurinn á kaffihúsum höfuðborgarinnar sé Soya Latte.  Svo ég kemst ísoyamjólk tískuna ef ég læt verða af þessu.

Hvað svo með brauð með osti?  Ok, ég borða það kannski ekki oft...en mér finnst soyaostur VONDUR!!!  Hef smakkað hann!!  

Meira um þetta síðar...núna ætla ég að lesa fyrir drengina mína.  Nýjustu bókina þeirra; "Víkingarnir koma". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ já það var bara svo auðvellt að hætta hinu og þessu hér í den.

Ég td þarf að hætta að borða súkkulaði, en get enga björg mér veitt í þeim málum. 

Hef smakkað soyamjólk og finnst hún ekki góð, hrísmjólk er betri að mínu mati, en venjulega mjólkin þó best, bara spurning hvað maður venur sig á, þú þarft bara að hella þér út í þetta og venja þig á.

koss 

jóna björg (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, hvað þetta hlýtur að vera erfitt. Vona að þú hressist darling.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 21:20

3 identicon

varst þú ekki með uppskrift að döðluköku með avókadókremi, finn hana ekki og man ekki hvar ég sá hana, sá ég hana hjá þér?

jóna björg (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Jamm, held það hljóti að vera þessi kaka...  Ég gerði hana einmitt fyrir stelpukvöldið um daginn og hún sló þvílíkt í gegn.

SigrúnSveitó, 19.10.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband