Leita í fréttum mbl.is

Helló again!

Jæja, við mæðgur brugðum okkar í borgina í dag.  Það var ansi hvasst á Kjalarnesinu en þó ekkert of.  Mígandi rigning og rok í Reykjavík og við tryggðum okkur bílastæði inni þegar í Kringluna kom.  Þegar við komum út aftur ca 2 tímum síðar var SÓL OG BLÍÐA!  Alltaf jafn skemmtileg tilbreyting í veðrinu Tounge

Við náðum að versla flest það sem stelpuskottið vantaði;
- eina peysu (vildi tvær en fundum bara eina),
- lúffur (svona yndislegar leður/loðlúffur eins og ég fékk frá Maríu sys fyrir nokkrum árum og hafa verið grónar við mig síðan),
- vindbuxur,
- 3 toppa (ég var netthneyksluð á púðabrjóstahöldurunum sem fást í BARNADEILDINNI í Hagkaup!!! Við völdum saumlausa toppa í undirfatadeildinni),
- hjólaskó (fengum þá í Maraþon í Kringlunni...og nú er Jón Ingvi grænn...sem við áttum von á, svo hann fær væntanlega skó um helgina!!),
- stuttbuxur (fyrir íþróttir),
- úlpu og
- íþróttatösku (miðstærð...á ministærð og svo megastóra...vantaði sem sagt miðstærðina fyrir sundmót þar sem er EKKI gisting...annars er þessi megastóra fín...!!). 

En það vantar sem sagt enn að kaupa eina peysu og skíðabuxur...ætli það verði ekki að bíða til næstu mánaðarmóta...þetta voru töluverð útgjöld...en þó nauðsynleg. 

Við áttum æðislegan tíma saman, enduðum á kaffihúsi og höfðum það nice.  Yndislegt, og nauðsynlegt.  Við vorum nefninlega að spá í að bjóða Jóni Ingva með til að hann gæti líka fengið hjólaskó...en ákváðum að eiga daginn bara tvær saman.  Og sáum ekki eftir því.  

Núna er ég í rólegheitum að bloggast, búin að lesa fyrir drengina og hjálpa Ólöfu Ósk með krossgátu í heimanáminu, hún er farin upp til vinkonu sinnar og Einar á fundi.  Held ég skutli mér yfir í sófann og prjóni svolítið...sem minnir mig á að ég GLEYMDI að athuga með hosuband...!!  Jæja, það verður að gerast bara næst...kannski på lørdag...

Knús&kærleikur...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hljómar eins og yndislegur dagur......

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk :) Þetta var alveg yndislegur dagur.

SigrúnSveitó, 28.9.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband