Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur í dag

Eins og Eiríkur og fleiri sungu 1986..."Tíminn flýgur hratt...".  Mikið rosalega er ég sammála.  Hugsið ykkur, Jón Ingvi orðinn 7 ára og Jóhannes - "litla krílið mitt" - að verða 4ra ára eftir örfáa daga!! Svo ég minnist nú ekki á stelpuskottin...16 ára og tæplega 12!!  

Ég man líka vel þegar árið 2000 var í óramikilli framtíð! Árið sem ég yrði ÞRÍTUG!!! Svo allt í einu núna er árið 2000 í óramikilli fortíð og ég að verða 37!!! Já, lífið er skrítið!! 

Það eru einmitt nokkrar sumarafleysingastelpur upp í vinnu sem eru 16 og 17 ára...aldurslega séð gæti ég vel verið mamma þeirra...!!!  

En eins og stjúpi minn segir; maður er ekki eldri en manni finnst maður vera!!  

Hins vegar ætlaði ég ekkert að blogga um það.  Stundum kemur eitthvað allt annað úr fingrunum en hausinn á mér hafði ætlað...!  Greinilega ekki alltaf beint samband...LoL

Við erum að fá gesti á eftir.  Í tilefni af afmælum drengjanna (sem kom þessu að ofan af stað...).  Við ætluðum reyndar að hafa miklu fleiri gesti.  En 4 stórar fjölskyldur, í allt 8 fullorðnir og 13 börn/unglingar komast ekki.  Svo eftir standa pabbi minn (sem reyndar kom í gær og passaði fyrir okkur þar sem við vorum bæði á kvöldvakt), tengdapabbi, tengdamamma, tengdaamma og svo Bára (elsta okkar). 
Strákarnir eru svo sem alveg sáttir og glaðir, fá bæði góðan mat, kökur og örugglega einhverjar gjafir!
Hins vegar hefði þeim þótt meira fjör ef frændsystkinin öll hefðu getað komið.  En það verður bara næst!  (Þá kannski reynum við að fylgjast með hvenær hin ýmsu fótboltamót eru...svo það lendi ekki á sömu helgi...Wink)

En nú ætla ég að tékka á kjúllanum sem ég er að forsteikja...

Ljós&kærleikur til ykkar allra... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

VONA að veislan lukkist vel. Þið eruð nú svo lukkulegt fólk. Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rétt hjá kallinum honum stjúpa þínum! Maður er ekki eldri en manni finnst. Vona að veislan hafi lukkast vel hjá ykkur og til hamingju með fjölskyldun þína.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Heyjó nýja bloggvinkona mín

Við vorum sko báðar á Neistafluginu, frábær helgi

og ég þekki Lilju systur þina ágætlega og Eyda og Maríu svona smá, bjó á Nesk í 2 ár og passaði þá Önnu Móberg á leikskólanum... svo maður þekkir aðeins til fjölskyldu þinnar  Gaman af því...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:32

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með strákana.

þú ert sæt, líka á dönsku

Ljós og friður til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Mér finnst ég alltaf vera sami strákurinn og ég var þegar ég var únglíngur.  Það eru bara alltaf allir hinir sem verða gamlir; eða þannig.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband