Leita í fréttum mbl.is

íbúð til sölu!!!

Jæja, nú kemur fasteignasalinn á eftir að taka myndir.  Svo það er náttúrlega alveg ægilega fínt hjá okkur Smile Spennandi.  Og vonandi að einhverjum lítist vel á!!

Dagurinn byrjaði ekkert brjálæðislega snemma hjá mér og drengjunum.  Einar vakti mig og Jón Ingva kl. 9.42 þegar hann hringdi til að láta mig vita af fyrirhugaðri myndatöku!  Við sváfum á okkar græna...Jóhannes svaf til 10.20!!  Þvílíkar svefnpurkur!! Prinsessan var hjá vinkonu sinni í nótt, þannig að hún var ekki vakin þarna!

Svo er verið að fara að steypa á eftir, ofan í veggina!  Mjög spennandi!! Alltaf eitthvað að gerast.  Næsta á dagskrá er að minn heittelskaði ætlar að taka sér frí á morgun!! Believe it or not! Svo er 'sumarfríið' hans búið, vinnan (í vinnunni...) byrjar á föstudaginn.  Þá verður húsbyggingin í hjáverkum...en þar sem hann er svo duglegur og hefur svo gaman að þessu þá á ég svo sem ekkert von á að hann verði mikið heima á næstunni...bara eins og fyrir sumarfrí; vinna, sofa, byggja...!!

Við fengum óvænta heimsókn í dag, heimsókn sem beðið hefur verið eftir í heilt ár!! Sigþrúður kom loksins og mikið var nú yndislegt að hitta hana.  Elskan mín, ef þú lest þetta; Ástarþakkir fyrir kíkkið, það var æði að hitta þig, eins og alltaf.   Sigþrúður kom færandi hendi, færði mér litla, sæta beljufjölskyldu og börnin fengu bókina 'Bróðir minn ljónshjarta'.  Ég hef aldrei lesið bókina svo það verður Astrid Lindgren veisla hjá okkur Smile

Annars er ekkert að segja, svo ég ætla bara að þegja...LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðar fréttir af ykkur heyri ég. Vonandi gengur vel að selja, er það nokkuð Hákot sem sér um söluna? vinkona mín vinnur þar. kær kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: SigrúnSveitó

neibb, það er Remax.

SigrúnSveitó, 25.7.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, takk :) Bara bjálað að gera ;)

SigrúnSveitó, 25.7.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, er það ekki?!  Ég hef nefninlega aldrei sóst í að lesa Bróðir minn Ljónshjarta því ég er svo hrædd um að hún sé alltof sorgleg fyrir mig...

SigrúnSveitó, 25.7.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svona er það nú, við hjónin eigum 150 ára gamalt hús og maður tekur baa undir með Spilverki Þjóðanna á Sturlu disknum:

Það borgar sig að byggja þó að stressið sé að taka mann á taugum!

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2007 kl. 08:46

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég las einu sinni bræðurna ljónshjarta fyrir dóttur mína og ég grét svo mikið að stundum varð hún nett pirruð og bað mig hvort ég gæti ekki farið að halda áfram. á miðvikudag erum við svo að fara í annað sinn í astrid lindgren parken í svíþjóð, ævintýri avintýranna hérna á bæ !

njóttu góðs í heimi hennar

alheimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 08:57

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, Gunni, eftir að hafa búið í DK í misgömlum húsum...þá er ég bara mjög glöð og þakklát fyrir að vera að flytja inn í nýtt hús, sem ekki lekur...hvorki vatni né vindum.  Shit hvað það var stundum kalt í húsunum í Dk...

Steina, ég er einmitt hrædd um að ég eigi eftir að gráta úr mér augun!  Oooohhh, við fórum í Astrid Lindgren parken fyrir 2 árum, besta frí sem við höfum farið í og krakkarnir tala um það enn.  Okkur langar að fara aftur þegar Jóhannes verður aðeins stærri svo hann geti líka fengið að upplifa þetta ævintýr.

Ljós&kærleikur til ykkar... 

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 09:34

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband