25.3.2007 | 09:00
Svínalund...
...að hætti Gunster.
Hráefni fyrir u.þ.b. 4 fer eftir græðgi ;)- 1 svínalund
- 1 pk parmaskinka
- 1 pk sveppir
- Matreiðslurjómi
- Pipar (helst nýmalaður)
- Sósujafnari, ef þarf
- Kraftur (grænmetis og/eða kjöt)
Aðferð
Skerið lundina í u.þ.b. 2 - 3 cm breiða bita. Fletjið bitana út með hnefanum í þunnar sneiðar c.a. lófa stórar (ekki nota kjöthamar, hann skemmir kjötið). Piprið sneiðarnar eftir smekk. Leggið skinkusneiðarnar á kjötið og nælið fast með tannstöngli. Sneiðið sveppina í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnuna og hitið. Steikið kjötið fyrst á skinkuhliðinni og snúið því við þegar að skinkan hefur fengið lit og er orðin stökk. Snúið kjötinu við og klárið steikinguna (ath. svínakjöt á að gegnumsteikja). Þegar kjötið er fullsteikt takið það af pönnunni og leggið til hliðar og haldið heitu. Setjið sveppina á pönnuna, bætið við olíu ef þarf og steikið þá uns þeir verða mjúkir. Hellið loks rjómanum samanvið og sjóðið örlítið niður. Smakkið til og bætið kjötkrafti og/eða grænmetiskrafti ef þarf. Athugið að parmaskinka er í eðli sínu mjög sölt svo mjög ólíklegt er að rétturinn þarfnist söltunar. Þykkið sósuna ef þörf krefur og leggið svo sneiðarnar í sósuna og mallið við lágan hita í skamma stund. Upplagt er að reiða fram heimabakað hvítlauksbrauð og salat hússins með þessum rétti.
Ég reyndar skar kartöflur í báta og velti þeim upp úr matarolíu og salti og bakaði í ofni, ásamt sætum kartöflum sem ég skar í tvennt og bakaði með.
Snilldargóður matur. Pabbi og Einar slefuðu...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.