Leita í fréttum mbl.is

Anton

Ég verð að segja ykkur frá vini mínum honum Anton.  Anton er miðjubarnið hérna á heimilinu þar sem við dveljum.  Anton er yndislegtur strákur, fullur af kærleika og hlýju.  Hann kemur alltaf og knúsar mig þegar hann kemur heim úr skólanum og segir með kærleika í röddinni; "Hej, Runa". 

Svo áðan, þegar kvöldmaturinn var kominn í eldfast mót en ekki inn í ofn þá rak hann augun í hann (matinn).  "Uummm, er þetta íslenskur matur?", spurði hann (á dönsku náttúrlega, ég er þýða fyrir ykkur!!)  "já", svaraði ég.  Þá snýr Anton sér að vini sínum og segir; "Hún eldar svo góðan mat, hún er svo KLÁR!!  Hún kann að elda rosalega góðan mat, svo er hún rosalega gáfuð.  Hún vildi samt læra meira og fór í skóla aftur og núna er hún LÆKNIR!"  Ég greip frammí og sagði; "Hjúkrunarfræðingur, Anton".  Þá hélt hann áfram að dásama mig og mína hæfni og sagði; "Já, Rúna, það er líka nokkurskonar læknir.  Og Magnús, hún kann líka að prjóna, komdu og sjáðu hvað hún prjónaði handa mér, er hún ekki KLÁR?"!!!  

Þessari romsu fylgdi þvílíka aðdáunin í röddinni að ég var hálf vandræðaleg.  En verð að segja að mér þykir mjög vænt um þetta, þessa einlægni.  

Smelli inn mynd af honum fljótlega.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þetta er yndislegt

Gerða Kristjáns, 7.3.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er sko yndislegt

SigrúnSveitó, 7.3.2007 kl. 21:00

3 identicon

Þetta er BARA yndislegt!

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:42

4 identicon

Krúttið!

jóna björg (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:03

5 Smámynd: Hugarfluga

Blessuð börnin. Svo einlæg 

Hugarfluga, 8.3.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband