Leita í fréttum mbl.is

Afmælisbarn dagsins

Sumarið 1989 kynntist ég afmælisbarni dagsins.  Hann heitir Viggó Hilmarsson.  Viggó flutti á Norðfjörð, held ég árið 1989.  Hann var "nýtt blóð" í bænum, kunni að sjarmera stelpurnar upp úr skónum, vissi hverju hann átti að hvísla í eyru þeirra...

...ég held hann hafi hvíslað því sama í flest stelpueyru á Norðfirði þetta sumar...og næstu mánuði á eftir...!!  Ég held mér sé óhætt að segja að við höfum verið margar sem kolféllum fyrir gæjanum!!  

Ég hef ekki séð Viggó í MÖRG ár.  En einhverra hluta vegna þá man ég alltaf afmælisdaginn hans...

Viggó er 39 ára í dag!!!  Hvar sem hann er niðurkominn þá vona ég sannarlega að hann hafi fundið hamingjuna og að sólin skíni á hann, bæði úti sem í hjartanu.

Þrátt fyrir mikla leit á google þá fann ég því miður enga mynd af Viggó, þrátt fyrir að nafnið hans hafi dúkkað upp á mörgum stöðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann ekki sonur bankastjórans? Rauðhærður? Svei mér thá, ég held mig rámi aðeins í hann. Hann hvíslaði reyndar aldrei neinu í mín eyru og ég féll aldrei fyrir honum! Guði sé lof thví ég var nú ekki nema 12 ára en ég man að hann var óttalegt kvennagull!

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: SigrúnSveitó

júbb, sá er maðurinn!!  Nei, gott að hann lét okkur sem vorum komnar yfir 17 duga... enn já, kvennagull var hann og gekk á tímabili undir nafninu gullt...ið!!!  uss, uss ekki orð um það meir...!!

Átti mágkona þín góðan dag í gær? 

SigrúnSveitó, 4.2.2007 kl. 13:17

3 identicon

Gott viðurnefni

Já familyan skellti sér til Ágústu og Palla og var þar yfir helgina, fóru í sund og höfðu það skemmtilegt í gær.

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband