Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðin

18_meniskskaderLiðþófi=menisk.

Jæja, aðgerðin er búin.  Ég var vöknuð upp úr 9.30 og hringdi í vinkonu mína um 10.30 og fékk hana til að sækja mig og skutla mér heim.  Nennti ómögulega að hanga á vöknun lengur...

Ég get frætt ykkur á því að kaffið á Sjúkrahúsinu á Akranesi er MIKLU betra en kaffið á Landspítalanum...enda gæti það ekki verið verra!!  En kaffið hér er semsagt bara alveg ljómandi.

Skrítið að fara í svona svæfingu.  Hausinn á mér varð frekar skrítinn rétt eftir að svæfingunni var sprautað inn í handlegginn á mér, svo steinrotaðist ég.  Fannst ég vakna við umræður um Álver á Reyðarfirði...veit ekki hvort það var rétt...eða hvort mig var að dreyma...held samt að ég hafi ekki blandað mér í málið...

Hnéð er aumt, fékk verkalyf með heim.  Skaðinn var meiri en myndin sýndi, en myndin var tekin í júní á síðasta ári, þannig að það getur hafa versnað síðan þá.  En ca 1/5-1/6 af liðþófanum var fjarlægður.  Jón Ingvar, sem skar, sagði að þetta liti allt vel út og ég ætti að komast út að hlaupa aftur!!!  Gaman, gaman.

Gott að þetta er búið.  Eftir ca mánuð ætti ég að komast á hnén aftur, eftir að hafa ekki komist þangað í 1½ ár!!  (Það er hægt að spjalla við Guð öðruvísi en á hnjánum!!)

Jæja, held ég leggist fyrir og glápi á einhverja vellu.  Ætla svo að horfa á Tarzan með Jóhannesi þegar hann kemur heim.

Pabbi kemur á eftir að dekra við mig.  Elín varð að aflýsa á síðustu stundu, en við hittumst vonandi áður en ég fer út... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þetta skyldi ganga vel og að þú sért komin heim. Hafðu það gott og taktu því rólega.

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk Já, ég ætla að taka því rólega.  Pabbi kominn og hann ætlar að gefa okkur pizzu að borða og svo erum við bara í hugginu

SigrúnSveitó, 2.2.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: SigrúnSveitó

ussuss, það er sko holt að hlaupa!  Þegar líkaminn er t.d. að "laga" það sem eyðilagðist í hlaupunum þá getur hann rekist á ýmsa óboðna gesti og rekið á dyr í leiðinni

SigrúnSveitó, 3.2.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband