Leita í fréttum mbl.is

Enn ein uppskriftin...

...sem mig langar til að deila með ykkur.  Á okkar heimili heitir hún "Brúðkaupssúpan" þar sem hún var forréttur í bryllúppinu okkar 15. maí 2004.  Við höfum líka kallað hana "Fiskisúpu án fisks" þar sem það er fiskur í upphaflegu uppskriftinni en við notum ekki fisk í hana.  En sama hvaða nafni hún gegnir þá er hún hreinasta snilld.  

Herr mit Suppe

1 krukka Hunts spachettisósa m/garlic (ekki þessi með osti líka..)
1 krukka vatn
1/2 bolli saxaður laukur
1/2 bolli sellerí í sneiðum
1/2 bolli gróf rifnar gulrætur
1/2 bolli söxuð paprika
1 kjúklingateningur
1 peli rjómi
1 matskeið púðursykur
200 g rjómaostur

 

spaghettisósa, vatn, púðursykur,kjúklingateningur sett í pott
laukur,sellerí,gulrætur,paprika kraumað á pönnu og bætt svo útí
rjómaostur bræddur útí,  rjómi settur í síðast.

Boller paa farsdag_01

Svo baka ég alltaf bollur með.  Misjafnt hvaða bollur, en þessar hérna elska börnin okkar.  Uppskriftin gengur undir nafninu "Bamses sødeste juleboller". 

50 gr. ger (pressu) eða 11 gr. þurrger (1 pk)
8 msk. volgt vatn
4 dl. mjólk
8 tsk.  hunang
2 tsk. gróft salt
ca. 4 msk. olía
800 gr. hveiti

Leysið ger og hunang upp í volga vatninu.  Setjið helminginn af hveitinu og allt hitt út í og hnoðið.  Setjið svo smám saman restina af hveitinu út í. 
(Ef ég er með þurrger þá set ég öll þurrefnin saman, þar sem talinn gerinn, velgi mjólk og vatn, leysi hunangið upp í vökvanum, set olíu saman við og helli þessu yfir þurrefnin og geri rest eins.)

Deigið á svo að hefast á volgum stað í 20 mín.

Síðan eru gerðar bollur, settar á plötu og látnar hefast í 1 klst.
Það má gjarnan setja rakt viskustykki yfir.

Að lokum má pensla bollurnar með mjólk eða eggi.
Bollurnar bakast í miðjum ofni í ca. 10-12 mínútur (þar til þær eru fallega gylltar) við 225°C.

Þetta var sem sagt kvöldmaturinn hjá okkur og vakti mikla lukku, eins og alltaf áður.  Bollurnar hjá börnunum og bæði súpan og bollurnar hjá okkur "gömlu"!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband