Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Gvendur...

Hann Gvendur í Byrginu var gamall perrakall
og bondage var hans fró.
Hann stundaði stóðlífi og kvennafar og svall.
Í Byrginu hann bjó.

Og Guðs orð hann boðaði í bland við blíðuhót,
úr ritningunni las.
Sitt sæði kvað Gvendur vera allra meina bót,
sig sjálfan Messías.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla,
tvær í einu þegar vel gaf.
Greip í Lille ven á milli guðspjalla
og dag né nótt hann varla svaf.

Og Ríkið sá Gvendi gamla alltaf fyrir fé,
jafnóðum eydd´ann því.
Hann keypti sér gúmmíkylfu og túttuklemmu úr tré
og leðurfötin ný.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...

En Kompás í leikinn skarst og vildi skemma allt,
og fletti ofan af.
Nú er Gvendur í kuldann kominn út og þar er kalt
hann Byrgið yfirgaf.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...


Kíkið á þessa...

...færslu...sérstaklega góð þessi í lokin...eða hvað...?!
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Borgarferð

Við hjóinin vorum í borgarferð, og Jóhannes fékk að slást með í för.  Hann fékk að vera í fríi, fékk meira að segja að ráða því sjálfur hvort hann færi í leikskólann eður ei.  Hann valdi að vera í fríi, enda uppgefinn eftir langa daga alla vikuna.  

Hann hefur átt töluvert erfitt með að vera móðurlaus í 3 daga.  Það kom reyndar ekki fram fyrr en 3. kvöldið, þá grét hann mikið; "ég vil MÖMMU mína"!!  Oooohhh, ég var einmitt að tala við Einar í símann þegar Jóhannes byrjaði að gráta í 3. skiptið það kvöld.  Einar hélt hann væri sofnaður.  Það var ægilega erfitt að sitja í Hafnarfirði og geta ekkert gert, þegar mig langaði mest að taka litla orminn minn í fangið og knúsa hann.  En ég hef nú aldeilis fengið að knúsa hann síðan.  

Hann á líka erfitt að vera án mín, vill fá mig með í allt, hvort sem það er að honum finnist ég þurfa að lyfta honum á "dolluna" (sem hefur ekki þurft áður) eða bara að fylgja honum fram í eldhús að ná í epli.  Hann ætlar greinilega að passa að ég stingi ekki af aftur.  Það er eins gott að hann fer með mér til Dk...!!!

Borgarferðin.  Já, við ætluðum í Ikea og kaupa nýtt borð því ég komst að því í útlegðinni í Hafnarfirðinum að tölvan mín hitnaði ekki á borðinu sem ég fékk út af fyrir mig þar.  Það var ómeðhöndlað furuborð (sjá link) en borðið sem ég er með hérna heima er með plasthúðaðri plötu...og þar sem þetta ikeaborð kostar bara 3950 þá ætla ég að skella mér á slíkt...tölvan er töluvert mikið meira virði en það!!!  Svo ætluðum við líka að kaupa hansagardínu fyrir litla eldhúsgluggann svo ég geti striplast að vild í eldhúsinu án þess að nágrannarnir endilega sjái það...!!!
En það varð ekkert úr Ikea heimsókninni...þar sem aðrar útréttingar tóku lengri tíma en ætlað var...og kannski líka vegna þess að American Style varð mjög góður kostur þegar við vorum orðin glorsoltin í kring um hádegið!!!  EN ég get farið í Ikea síðar, á ekki von á að þeir séu að fara neitt, enda nýkomnir á nýjan stað.  Ég gæti kannski líka fengið eina mágkonu mína til að kippa borði með...mér skilst að hún sé tíður gestur í Ikea og hafi heimsótt staðinn amk 5 sinnum frá opnun á nýja staðnum...sem verður að teljast vel að verki staðið þar sem hún býr á Hofsósi...!!!  

Kannski ég laumi mér í Ikea í næstu viku.  Vill einhver vera memm??!!!   


Fór í vinnuna í dag, fékk frábæra umsögn.  Gaman að því.  Hlakka til að mæta aftur í mars.  Og þá í vinnu, á launum!!!  Það skemmir ekki ánægjuna af vinnunni Wink

Fór á fund áðan með mannsanum mínum. Ótrúlega gaman og fullt af góðum hlutum sem ég fékk að heyra. 

Ég er ennþá svo þreytt, á eftir að sofa og safna orku aftur eftir þessa prófdaga.  Ætla að njóta þess í fyrramálið þegar Einar ætlar að vakna með krökkunum.  Ooohhh, ég elska að sofa á morgnana.  Skyldi ég einhverntímann verða morgunmanneskja?!

Jæja, Einar er kominn, ætla að fara að kúra með honum fyrir framan imbann...vona að það séu ekki íþróttir... poppið og danskvatnið redda því þá...


Of þreytt

Ég er of þreytt til að blogga.  Sé í hillingum morgundaginn, Einar ætlar að vakna með börnunum svo ég get SOFIÐ!!!  

Síðasti dagurinn var í vinnunni í dag, fékk frábært mat (evaluering), og "på gensyn"  Bara cool.  Svo nú hlakka ég bara til að byrja að vinna þarna.

En nú ætla ég að lesa fyrir drengina, reyna að halda augunum opnum...

Blogga meira á morgun...Sleeping


Home Sweet Home

Þrátt fyrir að ég sé svo heppin að eiga yndislega tengdamömmu sem ég var hjá í góða atlæti, og átti með henni yndislegar stundir undanfarna daga þá er alltaf gott að koma heim.  Eins og danirnir segja; "Úti er gott, heima er best". 

Ég tók strætó hérna uppeftir áðan og fór beint á leikskólann til að sækja Jóhannes og bílinn.  Fékk náttúrlega hlýjar móttökur og stórt knús&kúr í hálsakot frá honum með orðunum; "Ég saknaði þín".  

Við fórum og sóttum Jón Ingva.  Hann var líka glaður að sjá mig, sagði hann amk.  Hann ber ekki tilfinngar sínar á torg eins og við hin gerum.  En svo þegar heim kom þá fékk ég stórt knús hjá honum líka.  Yndislegt.

Núna bíðum við eiginlega bara eftir á Ólöf Ósk komi heim, því þá brunum við til Reykjavíkur...mest langar mig að fara undir sæng að sofa.  Það er eins og úr mér sé allur kraftur.  Ég fór ekki seint að sofa, svaf reyndar ekki vel, miklir og ruglaðir draumar og svo var ég alltaf að vakna.  En vá, svona próf taka á, og ræna mig allri orku.  

Ég ætla nú samt að fara að vinna á morgun, á eftir að ganga frá einhverjum pappírsmálum með leiðbeinandanum mínum, og svo langar mig líka ekki að hætta þarna!!!  EN ég er að fara þangað aftur þegar ég kem heim frá Dk um miðjan mars!!!  Svo það er bara frábært.

Hugsið ykkur, núna er bara EITT próf eftir og þá er ég orðin HJÚKKA!!!  Ég er ekki að ná þessu, en þetta er frábært.  Ég er eiginlega bara ansi stolt af sjálfri mér í dag. 


JÚBBÍ JEI!!!

Hæ, hó.  Mikil hamingja hérna, náði prófinu með stæl.  Mikil gleði LoL


þið fáið...

...ekkert blogg...ég er að LÆRA!!! Shocking

knús... 


1. prófdagur...

...já, 1. prófdagur búinn.  Reyndar mætti alveg taka s.l. nótt með og þá væri þetta langt komið.  Mig dreymdi sem sagt alla nóttina að ég væri í prófi!!!  Alveg magnað hvað kroppurinn og hausinn bregðast alltaf við á sama hátt við prófum! 

En dagurinn gekk vel.  Ég fékk amk hrós og hvatningu frá t.d. deildarsjóranum sem sagði að ég væri að standa mig vel.  Svo það er alveg ljómandi.  En það er bara þannig að fyrstu 2 dagarnir eru ekki málið.  Auðvitað er svolítið öðruvísi að vera þarna og vita að það er fylgst með mér...en samt ekki svo slæmt.  En hins vegar er það 3. dagurinn, þetta blessaða munnlega próf sem danir eru svo ægilega hrifnir af sem er pínan mikla!!!  En samt ekki.  Það er bara fyrirfram sem það er pína, svo líða þessar 45 mínútur ægilega hratt og svo er allt búið.  Þannig hefur það amk verið og verður vonandi líka "i overmorgen"!!!  

Ég er ótrúlega eirðarlaus, á erfitt með að ákveða hvað ég ætla að fókusa á, veit ekki hvar ég á að leita að því sem mér finnst ég þurfa núna, og svo er ég búin að skrifa heil ósköp og mér finnst ég ekki muna neitt.

En shit hvað þið hljótið að vera orðin þreytt á þessu próftali/prófskrifum í mér!!!  En þið verðið að þrauka með mér!!!

Ég er búin að ákveða að mæta í vinnu á fimmtudag, og jafnvel á föstudag...en þori samt ekki að segja það upphátt því ég vil ekki mæta ef ég fell...og ég veit að ég á að stroka þetta litla orð "ef" út úr orðaforðanum hjá mér...það segir amk elsku maðurinn minn.  Og ég veit að hann er að segja satt!!!  Svona keyrir hausinn á mér áfram...endalaust.

Og ekki nóg með það, heldur er ég byrjuð að borða sykur aftur!!!  Var að spá í að segja ykkur ekki frá því, bara laumast við þetta...en það virkar ekki fyrir mig að gera það þannig.  Nú er bara að sjá hvort...eða öllu heldur HVENÆR ég missi stjórnina á sykurátinu.   

Jæja, best að lesa... 


Jæja...

...ég er farin að fá stærri og stærri kvíðahnúta í magann.  Ég man núna hvernig mér leið síðast þegar ég var að fara í próf.  Þetta er næstum eins og þetta með hríðar og fæðingar...ég gleymi því milli barna hvað þetta er VONT en svo þegar fyrstu samdráttarverkirnir koma þá velta minningarnar um sársaukann yfir mig. 
Svona líður mér núna amk.  Sat og var að horfa á norskan þátt í imbanum með tengdó og amk tvisvar flæddi yfir mig þessi kvíðatilfinning.  En þá er gott að eiga ÆM sem vill allt fyrir mig gera...svo framarlega sem ég leyfi honum!!!  Þannig að ógleðin og hnúturinn er ekki stanslaus, heldur veltur yfir mig þegar ég gleymi að sleppa tökunum.  

Er búin að sitja og pæla í lyfjum í kvöld.  Svo fann ég snilldarverkefni í möppu sem ég fékk hjá mágkonu minni, einmitt klínískt verkefni í geðhjúkrun (takk Salný Wink), held það sé eitt og annað sem ég get notað mér til stuðnings þar.  Gaman að því.  

En nóg um það.  Er að spá í að skella mér í sturtu og skríða svo í bælið...eða fyrst þarf ég að taka af rúminu...blöð, bækur og möppur flæða um allt.  Fyrir þá sem þekkja danska "flyttekassa"; ég kom með tvo STÓRA flyttekassa af möppum, bókum og ýmsum pésum og bæklingum með mér...  Ákvað að taka frekar of mikið en of lítið...hefði verið frekar frústrerandi að þurfa að hringja í Einar með reglulegu millibili og biðja hann að fletta einhverju upp...sem er ekki einu sinni víst að sé í neinni bók!!!  

Nóg um það.  

við tvö

Einar, ef þú lest þetta; ég elska þig, sæturinn minn InLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband