Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Jónas í Þorlákshöfn

Við ætlum að tónleika með Jónasi í kvöld.  Hann er að spila í Þorlákshöfn kl. 21.00.  Það verður æðislegt að hitta hann aftur.  Gaman og gott að hitta góða vini.  Og svo að fá að fylgjast með honum í sambandi við útgáfu plötunnar.  Það er stórkostlegt, sérstaklega þar sem ég veit hvað liggur að baki.  

 

Image hosting

 

Jæja, ég er að fara á fund...best að búa til einn kaffibolla til að skella í mig áður en ég fer...það er svo vont kaffið þarna...


 

Image hosting

 

Spakmæli dagsins:

Gegnum lífið hef ég lært, að fortíð okkar og aðstæður geta haft mikið að segja um hvaða manneskjur við höfum að geyma i dag, en það erum samt við og aðeins við sem erum ábyrg fyrir gerðum okkar.

 

Það er nú mikið til í þessu.  Og einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég ætla á fund, og mun halda áfram að fara á fund það sem eftir er...vona ég.  

 


Ekkert að segja

Það var skipulagsdagur hjá kennurum í Grundaskóla í dag svo börnin voru heima.  Einar var heima, en var að fara á kvöldvakt og Ólöf Ósk í afmæli svo ég varð að fara úr vinnunni kl. 14.00 til að leysa Einar af.  Ég verð að segja að mér þykja danir huga betur að þessum málum en íslendingar.  Í Danmörku eru skóladagheimilin opin þá daga sem skólinn er lokaður, t.d. vegna skipulagsdaga eða jólafrís, sumarfrís og svo frv.  Jú, dagvistin var opin í dag, en bara frá kl. 13.00.  Þá verðum við hvort eð er að vera heima fyrirhádegi og engin ástæða til að nýta dagvistina þann daginn.  Fróðlegt hvenig sumarfríin verða í framtíðinni, hvort börnin okkar þurfi að ráfa um í reyðileysi eða hvort við getum leyst þetta á annan hátt...en það er seinnitímavandamál og ég ætla ekki að velta mér upp úr því núna, þetta meira svona valt úr puttunum á mér um leið og ég settist við lyklaborðið!!!

MySpace

Annars er lítið að frétta.  Ég fór á 13D og fékk Siggu til að skrifa evalueringu sem á að senda til Danmerkur.  Lokaorðin voru; "Vældig fin student Smile".  Ekki amalegt!! MySpace

 

Gegnum lífið hef ég lært, að það getur tekið mörg ár að byggja upp traust, en ekki nema nokkrar sekúndur að bregðast því.MySpace

Og nú ætla ég að skríða upp í rúm með prjónana...er að prjóna jólagjöf handa Aðalsteini bróðir mínum...uss leyndó!!!  (Veit hann les ekki, svo Salný; ekki orð!!) 

 


In Luv...

Ég elska SKYPE!!!!  Var að tala við vinkonu mína í Danmörku, og þetta er stórkostlegt.  I just love it!!!  Að geta bara talað og blaðrað og röflað út í eitt án þess að spá í hvernig símareikingurinn verði nú næst...og hvað Einar segji þegar hann opnar umslagið... Angry En nú þarf ég sem sagt ekki að spá í það og get bara talað frá mér allt vit og haft gaman af.  Þessi vinkona mín heitir Annemarie, og er með mér í bekk.  Sú hin sama og ég ætla að skrifa lokaverkefnið með.  Svo við eigum eftir að þurfa að tala oft og mikið saman á næstu mánuðum, svo þá er gott að það er búið að finna upp SKYPE!!  

Ég er glöð í hjarta, og hef ekki þurft að lemja sjálfa mig í hausinn í dag. 

---o---

er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði.

NICO 


Ekki bara ég...

Strætó fór ekki heldur.  Svo það hafa töluvert fleiri en ég verið veðurtepptir heima í dag.  Enda vindkviðurnar á Kjalarnesinu allt að 42m/s, samkvæmt vegagerðinni.  Og strætó keyrði heldur ekki í gærkvöldi af sömu ástæðum. 

Ég ætlaði einmitt að vera lengur í bænum í gær, og koma við í Mosó kl 20.30-21.30 og fara þar á fund...sem svo er búið að leggja niður.  Lán í óláni því annars hefði ég kannski verið veðurteppt "vitlausu megin" við Kjalarnesið í nótt...

---o---

Fyrir þá sem ekki vita það, og langar að vita það samt, þá er elskan hann Jónas með útgáfutónleika í Tjarnabíói í kvöld kl. 22.00.  Ef þið fáið Fréttablaðið þá er hann á bls. 60 í blaðinu í dag.

---o---

Og síðast en ekki síst, það er Dagur Íslenskrar Tungu í dag Tounge

---o---

Ég get með gleði tilkynnt ykkur að ég er búin að sitja og lesa og ætla að halda því áfram!!! 


Engar raflækningar...

...fyrir mig í dag.  Ég er veðurteppt heima.  Mér hefur verið skipað að halda mig heima ef hviðurnar á Kjalarnesinu fara yfir 30 m/s og í morgun sýndi skiltið 37m/s þegar ég keyrði út úr bænum.  Þannig að ég gerði það eina skynsamlega og sneri við!!  Svo nú sit ég heima og ætla mér að nota tímann til að lesa um "borderline"...og "acting out borderline"...verð vonandi einhvers vísari eftir þann lestur!!!

Einar er líka heima.  Svo við hjónakornin getum huggað okkur yfir sitthvorri tölvunni...já já og boderlininu... 


Vetur

S.l. vetur ákvað ég að kaupa mér hlýja úlpu á vorútsölunum, svona af því að þó úlpan mín sé flott þá er hún ekkert sérlega hlý.  En svo kom vorið og ég "gleymdi" því hversu kalt mér var í vetur.  Sérstakelga í febrúar þegar kuldinn fór í mínus 15° eða svo...  Núna er kominn vetur aftur og mér er KALT og ég drullusé eftir "gleymskunni".  Mig langar líka í síðar nærbuxur!!  Ég HATA að vera kalt.  Í dag var geðveikt kalt í vinnunni, bíllinn var lengi að hitna og ég keyrði alla leiðina heim með buff á hausnum og lúffur á höndunum og ekki má gleyma peysu, úlpu og stóru ullarsjali!!  Loksins þegar þessi stóri bíll var orðinn upphitaður var ég bara orðin gegnköld...og tærnar á mér eru ennþá freðnar...ég er reyndar þekkt fyrir að vera með kaldar tær frá ca 1. sept. til 1. maí!!!

Einu sinni fyrir langa löngu ég átti kærasta, "ungdomskæreste" eins og daninn myndi kalla það.  Þessi drengur var "doldið" sjúkur (eins og flestir "mínir menn" hafa verið...engar alhæfingar veit ekki hver les þetta...FootinMouth) og var ekki sérlega oft góður við mig.  Ekki svo að skilja að ég hafi verið einhver engill heldur...  En hvað um það.  Einu sinni skrapp kærastinn til Reykjavíkur og ég varð eftir heima.  Þegar ég skreið undir sængina um kvöldið rakst ég á óvænta gjöf frá honum.  Það var bjór og ullarsokkar og orðsending sem hljóðaði eitthvað á þessa leið; "Skelltu þér í sokkana og skelltu öllaranum í þig og þér ætti að hlýna á tánum".  Mér fannst þetta hugulsamt af honum og ég hugsa hlýlega til hans við minninguna.  Smile

norðfjörður

---o--- 

Ég er að verða ánægðari í verknáminu.  Var kastað út í meiri verkefni í dag og það var auðvitað gott.  Yfirlæknirinn er líka svo frábær, hann talar við okkur sem erum nemar, útskýrir og bíður okkur að vera með.  Bæði læknanemum og mér, ekkert verið að gera upp á milli þar.  Svo á morgun fer ég og sé raflostmeðferð...spennandi.  Gott að vita hvað er verið að tala um og um að gera að upplifa sem mest.  Vera tilbúin og taka eftir því hvenær gefast námstækifæri og stökkva til að vera með í sem flestu.    

---o---

Við getum ekki látið neinn elska okkur.  Það eina sem við getum gert er að vera tilbúin að taka við ást.  Afgangurinn er í Guðs höndum.


Ofbeldi

Ég er búin að beita sjálfa mig slatta ofbeldi í dag.  Búin að lemja mig mikið í hausinn fyrir að geta ekki tekið mig saman í andlitinu og lesið.  En það virkar ekki.  Svo var ég að tala við mömmu áðan og hún sagði; "svona er þetta stundum".  Ég átti sko ekki von á að mamma segði þetta!!!  Ég hélt að hún hefði alltaf getað sest niður og lesið án vandræða!!  Svona er ég.  Held alltaf að allir séu svo miklu betri en ég!!!  

Það er búið að benda mér á leið, einföld en ekki alltaf auðveld...fyrir mig amk...það er einfaldlega að biðja minn ÆM að gefa mér fúsleika til að setjast niður og lesa.  Flóknara er það ekki, og ég veit af reynslu að það virkar alveg ljómandi vel.  En nei, ég hef ekki einu sinni haft fúsleika til að biðja um fúsleika í dag...  Kannski ætti ég að fúsleika til að biðja um fúsleika...

Anyone??!!! 


Viðtal og foreldrafundir

Ég var í foreldraviðtali á leikskólanum áðan og þar var Jóhannes lofaður í hástert!!!  Þessi litli ormur okkar, fjörkálfurinn mikli, er sagður vera rólegur og yfirvegaður og greinilega í góðu jafnvægi.  Ekki amalegt það.  Það var gott að heyra hvað þær upplifa hann ánægðan í leikskólanum.  Jónína, sem er hans aðalkona, er búin að vinna á leikskólanum í 25 ár og hún segir að hún hafi aldrei verið með neitt barn sem er eins gaman að gefa að borða og honum!!  Og hann borðar allt og oftast segir hann, þegar hann sér matinn; "Ég ELSKA svona".  Síðan þegar matartíminn er að verða búinn þá segir hann oftar en ekki; "Má ég klára grænmetið úr skálinni?"!!!  Gaman að því.  

Svo er enn einn foreldrafundurinn í skólanum í kvöld.  Ég hef bráðum ekki töluna á öllum foreldrakvöldunum uppi í Grundaskóla...og við erum rétt að byrja veturinn.  Allt gott og blessað við foreldrasamstarf og í kvöld er hinn svokallaði "foreldrasamningur" til umræðu.  Þó ég segi sjálf þá er ég mjög dugleg, og hef alltaf verið, að sækja hina ýmsu fundi í skólum og leikskólum.  Í síðustu viku, þegar fyrirlesturinn hans Stefáns Karls var, fannst mér ótrúlegt hversu fáir foreldrar mættu.  Við erum að tala um foreldra kannski 20 barna og en í skólanum eru töluvert fleiri börn...  En svona er þetta bara og það er ekki mitt mál.  Ég vel að vera virkur þáttakandi í þessu starfi og hana nú!!

---o---

Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðugur þóttumk, er eg annan fann, maður er manns gaman.

Úr Hávamálum. 

----o---

Þegar við áttum heima í Danmörku áttum við það til að boða ákveðinn hóp fólks í partý.  Þetta voru hin allra skemmtilegustu partý þar sem hressir og kátir íslendingar, fullorðnir og börn, mættu og áttu góðan dag saman.  Nú er komin upp sú hugmynd að bjóða slíkum hópi fólks á Akranesi í samskonar veislu.  Við erum reyndar alveg æst í þetta, og eftir að hugmyndin var sögð upphátt hérna um helgina þá er bara mikill titringur í loftinu og spenna og ekki eftir neinu að bíða í raun.  Svo ætli við boðum ekki þetta fólk í partý fljótlega, sennilega um þar næstu helgi bara.  Ooohhh, ég vona að það verði eins gaman og í öllum svona teitum í Græsted, og í Vanøse líka, þar sem ákveðnir vinir okkar og sálufélagar héldu einnig slíkar veislur.  Spurningin er hvort Skagafólk sé eins partýglatt og sálufélagarnir í Danaveldi...  Ég leyfi ykkur að fylgjast með þegar þar að kemur Wink

En núna...lærdómur og kaffi...eða öllu heldur KAFFI OG LÆRDÓMUR!!! 


Mánudagur til mæðu...

...eða hvað??!!!

Nei, ekki til mæðu, nenni því ekki.  Byrjaði daginn á að taka til í herberginu hjá strákunum...kl 6.15 í morgun...en er mjög fegin núna að hafa gert það!!  

Vinna í dag, betra í dag en í síðustu viku.  Þetta verður örugglega fínt þegar ég er komin inn í "rétta gírinn".  Það er bara einhvernveginn miklu meiri pappísvinna og snatt þarna en á hinni deildinni.  Ekki svona hjúkrun eins og þar, ekki sár eða neitt því um líkt, nema í litlu mæli.  Svo eins og ég segi, ég þarf að komast í "rétta gírinn" og þá verður þetta pottþétt ljómandi gaman. 

Hér er ein uppstilling úr vinnunni:

 100_4753

Tounge

---o---

Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.

úr Njálu.

---o---

Jamm og já, held ég þegi núna þar sem ég hef ekkert gáfulegt að segja...og heldur ekkert ógáfulegt... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband