17.10.2008 | 19:41
Lifrarbuff
Ragga, sem er að vinna með mér, spurði mig í gær hvort ég ætti ekki uppskrift að lifrarbuffi. Gamaldags og góður matur...og ódýr. Ég man að mér þótti lifur hreint út sagt viðbjóður þegar ég var krakki og unglingur og held ég hafi ekki smakkað hana síðan ég var unglingur. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég 16 ára, og nýflutt heim til þáverandi kærasta míns. Það var steikt lifur í matinn og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja að mér þætti lifur vond. Meira að segja þótti mér hún svo ógeðsleg að ég kúgaðist ef ég tuggði hana... EN í þetta skipti skar ég bitana MJÖG smátt og gleypti þá svo ótuggða... Næst þegar það var lifur í matinn var ég farin að kynnast foreldrunum betur og þorði að segja að ég bara gæti ekki borðað þetta...
En ég sendi mail á múttu mína í gær, því ég man að hún gerði lifrarbuff hér í denn. Þau voru alveg hreint ágæt ef ég man rétt og mikill munur að borða þau samanborið við steikta lifur. Lifur er sögð mikið holl, svo það væri sniðugt að taka upp þann sið á ný að leggja sér slíkt til munns.
...reyndar heyrist mér að familíjan mín sé ekkert upprifin...sjáum hvað setur.
Hér kemur uppskriftin:
Lifrarbuff
300 gr hráar kartöflur
300 gr lifur
1 lítill laukur
1/2 paprika
1 egg
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
Hakkið lifur og kartöflur einu sinni.
Setjið fínhakkaðan lauk og fínhakkaða papriku saman við.
Setjið eggin og kryddin saman við hræruna.
Mótið buff og steikið á pönnu.
Jæja, ætla að taka til eftir kvöldmatinn.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lifrarbuff hef ég einu sinni reynt að gera en heppnaðist ekki vel og finnst mér það ekki gott. Sem krakki borðaði ég ekki lifur né lifrapylsu. En í dag borða ég lifur og þá bara steikta og geri gurmet sósu með rjóma og piparosti og sveppum nammm...... Annars er það nú þannig að ef maður er hár í Járni (blóðinu) þá er nú ekki sniðugt að vera að borða mikið af lifur og þar sem ég er há þá vil ég meina að það sé ástæðan fyrir því að ég var ekki hrifin af lifur í denn.
kveðja og knús úr sveitinni.
JEG, 17.10.2008 kl. 21:16
Ég held að ég verði nú bara að prufa þetta lifrabuff þó svo að það séu ekki margir hrifnir að lifur á mínu heimili;)
En svona til að svara spurningu þinni, að þá er ég á næturvöktum í þjónustuíbúðum fatlaðra. Bara rosalega fínt. En það getur líka verið einmannalegt að vinna alltaf ein.
kveðja Þóra E.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:35
Ummm þetta finnst mér hljóma girnilega!! Ég elskaði lifur hér í denn, langt síðan ég hef borðað það. Amma steikti alltaf lifur og lauk, og svo var kartöflumús og brún sósa með. Mikið svakalega fannst mér það gott.
Úrsúla Manda , 17.10.2008 kl. 23:16
Jóna, ég held það sé alveg rétt að líkaminn VEIT hvað hann vantar og hvað hann vantar ekki. Ég fékk mega lifrarkæfuæði á meðgöngu 2...og var sjúk í banana á 1. meðgöngu...
Já, þið nobbastelpur, endilega prufið og segið mér svo hvernig þetta var. :)
Knús...
SigrúnSveitó, 18.10.2008 kl. 00:32
Hrollur......... segi það bara með þér Sigrún mín að lifur er barasta e-ð sem ég get ekki ofan í mig látið. Aldrei að vita hvað tíminn ber í skauti sér samt, því ég man að einu sinni gat ég engan vegin borðað soðnar gulrætur en finnst þær bara alveg þrælgóðar núna.
Knús á þig fallegust
Tína, 18.10.2008 kl. 09:34
Verð að prófa þessa uppskrift einhverntíman
Dísa Dóra, 18.10.2008 kl. 10:24
Mér líst rosalega vel á þessa uppskrift og ætla að prófa hana við tækifæri. Ég hataði lifur líka mjöl langt frameftir aldri en eftir að ég smakkaði hana eins og Valdimar eldar hana þá finnst mér lifur æðisleg.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.