25.4.2008 | 08:22
Pizza og fleira
Halló elskurnar og GLEÐILEGT SUMAR!!!
Undanfarnir dagar hafa verið skemmtilegir og NÓG að gera. Í gær fengum við fólk í mat, tvær föðursystur Einars og þeirra menn, pabba Einars og Jónu og frænku Einars og kærasta. Ég smellti í brúðkaupssúpuna góðu og Bamse´s sødeste juleboller og þetta slær alltaf í gegn. Bakaði reyndar líka skúffuköku sem féll vel í kramið. Svo vel að synir okkar vildu endilega fá skúffuköku í morgunmat í morgun!!!
Framundan er vinnuhelgi. Gaman að því. Strákarnir ætla í frí til ömmu sinnar (tengdamúttu minnar) og hlakka mikið til. Ekki amalegt að vera boðið í helgarferð til ömmu!!! Það sem þeir hlakka mest til er að fá pönnukökur...þeir eru sannfærðir um að amma muni baka pönnsur handa þeim
--
S.l. laugardag fór ég í saumaklúbb með Valkyrjunum. (Ég heimtaði auðvitað uppskriftina að því sem Gestgjafinn smellti í:
Pizza að hætti Margrétar Valkyrju, sjúklega góð!!! Mæli með að þið prófið. Öðruvísi pizza en snilldargóð.
Botninn er þessi sem hægt er að kaupa í Bónus og flestum öðrum búðum, rúllaður upp í plasti.
Ég baka hann í svona 10-15 mín, þar til hann er ljósbrúnn.
Kæli aðeins og hræri svo saman eina dós af hreinum rjómaosti (litlu dósirnar) og einu hvítlauksrifi og smyr á.
Síðan set ég á hana eina krukku af smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum og eina dós af marineruðum kirsuberjatómö tum frá Sacla, og strái svo furuhnetum yfir.
Bakað í svona 10 mínútur í viðbót.
Strái síðan klettasalati yfir og ber hana fram með balsamic dressing sem ég bý til úr balsamic ediki, ólífu olíu og dijon sinnepi.
Ég hef líka sett á pizzuna ólífur og kapers, um að gera að láta hugmyndaflugið ráða - og nýta það sem er til í ísskápnum.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleiðilegt sumar!!
takk fyrir uppskriftir og þó að ég þekki þér ekki neitt þekki þig meira en áður...
Renata, 25.4.2008 kl. 09:09
Gleðilegt sumar Sigrún.
Takk fyrir þessa uppskrift, ég mun prófa hana
Marta B Helgadóttir, 25.4.2008 kl. 11:47
Jammí jamm. Væri sko alveg til í svona pizzu bara núna strax. Þú ert nú svo myndarleg að hálfa væri nóg. Eigðu ljúfa helgi og fáðu þér snúning með Einar þínum
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 20:39
knús
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 25.4.2008 kl. 22:13
gleðilegt sumar kæra sigrún og takk fyrir yndislega bloggvináttu í vetur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 07:58
Gleðilegt sumar kæra frænka & family og takk fyrir veturinn. Vonandi líður ekki langt í hitting :) Raggý+Inga
Stelpurnar á Hjalla (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:18
Bon appertif!
Hljómar vel.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 14:12
Rak hér inn nefið er ég var í leit að uppskrift. Vildi kvitta fyrir mig.
Ég er líka með svona uppskrifta-Blogg en bara á öðrum stað. Jamm það er nú það. Kveðja Jóna
JEG, 28.4.2008 kl. 18:11
ummm.... ekkert smá girnileg uppskrift hjá þér, þú ert líka með hugmyndaflugið í lagi. Ég væri sko alveg til í að prófa eina svona.
Eigðu góðan dag Sigrún.
Linda litla, 29.4.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.