Leita í fréttum mbl.is

Jarðarberjaterta með súkkulaði

Svo náði ég í þessa uppskrift í gær og líst rosa vel á hana.  Ætla að prófa hana fljótlega!! 

Jarðaberjaterta með súkkulaði

200 gr möndlur
125 gr kókosflögur
330 gr döðlur
1 dl hreint kakó
salt og cayenne á hnífsoddi

Möndlur og kókosflögur sett í matvinnsluvél og malaði fínt, restinni bætt út í og blandað vel.
Deig sett í hringlaga form (ca 23 cm í þvermál) og þjappað vel.
Geymist best í frysti, en líka nokkra daga í kæli.

Fylling:

4 dl. Kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. (verða 6 dl.)
1-1
½ dl. Agavesíróp
1 tsk vanilla
1 kg frosin jarðarber

Blandið saman hnetum, vanillu og agave og hrærið til silkimjúkut, bætið þá jarðarberjum út í og blandið vel. Setjið fyllinguna á botninn og setjið í frysti í ½ klst eða í kæli í 1 klst.

Súkkulaðikrem

1 dl kakó
½ dl agave
1 dl kókosolía

Mýkið kókosolíuna og setjið í skál meða agave, og hrærið vel saman. Sigtið kakóið út í og hrærið vel saman. Hellið kreminu því næst yfir kökuna.

Fersk jarðarber til skrauts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

nei hættu nú maður verður að fara að gera eitthvað með kaffinu eftir blogglestur hjá þér

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.1.2008 kl. 18:25

2 identicon

Sko ef að það væri hægt að fitna með því að lesa uppskriftir þá væri ég orðin xxxx mörg kíló. Ég elska að lesa uppskriftir og stundum fer ég meira að segja eftir þeim

Bryndís R (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

sko, ég er strax búin að fitna um 2 kg BARA með a

Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.1.2008 kl. 18:58

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Úps... eitthvað gerðist en byrja bara aftur

en allavega, 2 kíló komin bara með lestri en líst samt rosa vel á að baka þær við tækifæri....kannski bara í ammmmmmælinu minu...það er reyndar ekki alveg strax en bráðum

Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:00

5 identicon

Fínt hárið sæta

María Katrín (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: hofy sig

Nammi namm! Þessi er örugglega geggjað góð, á eftir að prufa hana, pottþétt.

Knús í hús, nýtt hús, bráðum.

hofy sig, 17.1.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband