6.9.2007 | 13:30
Kökur og smá meir...
Hæ hó.
Jæja, ég er mætt!! Er búin að bardúsa ýmislegt í dag, m.a. fara bloggvinarúntinn. Svo er ég búin að taka til hjá strákunum, fasteignasalinn er með opið hús á sunnudaginn svo það þarf að vera fínt. Ég er að vinna alla helgina, svo ég þarf að gera þetta klárt...
Ég skrifaði upp tvær Sollu-uppskriftir úr vikunni um daginn. Ég er ekki búin að prófa þær en reikna fastlega með að þær séu góðar. Svo ég ætla að leyfa ykkur að vera memm.
Gulrótarkaka með súkkulaði
250 gr rifnar gulrætur
1öö gr möndlur, þurrristaðar og malaðar
325 gr spelt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/2 tsk engiferduft
1/4 tsk kardimommuduft
salt á hnífsoddi
100 gr gróft saxaðar döðlur
2 dl kókosolía
1½ dl Agave síróp
2-3 egg
sesamfræ eða kókos
Hitið ofninn í 180°, smyrjið kökuform og stráið sesam eða kókos í botninn. Setjið rifnar gulrætur, malaðar möndlur, spelt, lyftiduft, kanil, engifer, kardimommur, salt og saxaðar döðlur í skál og blandið með sleif. Setjið kókosolíu og agave í hrærivél (eða matvinnsluvél) og þeytið vel saman, bætið eggjum út í, einu í einu og blandið vel í 5-10 mín. Hrærið blönduna varlega saman við mjölið og setjið deigið síðan í formið og bakið v. 180° í 45-55 mín.
Súkkulaði
1 1/4 dl hreint kakó
3/4 dl kókosolía
1/2 dl agave
1/2 dl vanilluduft
Allt sett í skál og hrært vel saman. Síðan er kreminu hellt yfir kökuna.
Gott er að bera kökuna fram með ávaxtasalati (t.d. jarðarberjum, granateplum og rifsberjum) og þeyttum rjóma.
Gulrótarmúffur
5 dl spelt (50/50 fínt og gróft)
1½ dl þurristað kókosmjöl
2 dl rifnar gulrætur (ca 100 g)
1½ tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4-1/2 tsk salt
1½ dl mjólk
1 msk möluð hörfræ eða 1 egg
3/4 dl kókosolía
1½ dl agave
Hitið ofninn í 180°. Blandið spelti, kókos, gulrótum, lyftidufti, kanil og salti í skál. Setjið mjólk, hörfræ (eða egg), kókosolíu og agave í matvinnsluvél og hrærið smá stund. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og blandið saman. Setjið í smurð múffuform og bakið v. 180° í 20-25 mín.
----------
Þetta var matarhorn dagsins
Annars er lítið að frétta í dag. Það rigndi geðveikt áðan. Var fegin að vera ekki úti í þeirri dembu.
---------
Var ég búin að segja ykkur að ég er komin í tvo saumaklúbba?? Einn er með "Valkyrjum", konum sem ég kynntist á netinu meðan ég bjó í Danmörku. Kynntist þeim í Yahoo-grúppu sem heitir "Íslenskar mæður í útlöndum". Nú erum við nokkrar sem erum fluttar heim og við erum búnar að hittast einu sinni og ætlum að hittast aftur núna seinnipartinn í september. Svo buðu föðursystur Einars mér að vera með í "frænkuklúbbi", sem ég þáði auðvitað með þökkum. Ég elska svona "kom-sammen". Alveg búin að klára félagsfælnina (sem stjórnaðist af ótta við álit annara) og ELSKA að hitta fólk og spjalla. Finnst fátt skemmtilegra en að halda stórar veislur, fá marga í heimsókn. Ég komst upp á lagið með það þegar við bjuggum í Danmörku og vinirnir úr Jónshúsi voru að hittast. Það voru oft margir.
Þegar við fluttum heim s.l. sumar þá héldum við einmitt kveðjupartý, og það komu hátt í 80 manns og áttum við yndislegan dag með vinum okkar, innan um alla flyttekassana og með gám í hlaðinu. Þetta var á laugardegi 8. júlí, en við fluttum heim 12. júlí.
Jamm, partý-on !!! Lífið er of stutt til að láta sér leiðast
Ást&Friður...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Njóttu, mín kæra.
SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 18:50
Namm - það koma svo margar góðar uppskriftir frá þér!!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 19:08
Takk :) Enda er ég mikill sælkeri ;) og hef gaman af að deila með öðrum.
Knús...
SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 19:11
mmm, þarf að prófa þessa.r
ást til þín elskan mín c",)
jóna björg (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:57
HVAR ER SÚKKULAÐIÐ ?
María Katrín (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:24
Jóna: sömuleiðis
María:
Súkkulaði:
1 1/4 dl hreint kakó
3/4 dl kókosolía
1/2 dl agave
1/2 dl vanilluduft
Allt sett í skál og hrært vel saman. Síðan er kreminu hellt yfir kökuna.
Knús...
SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 21:30
Mér verður seint hrósað fyrir að vera dugleg að baka, ég kann það samt alveg og baka góðar kökur við "MJÖG" hátíðleg tækifæri Líst rosavel á gulrótakökuna, prufa hana við tækifæri, um að gera að reyna að vera pínu heilsusamlegur, ég er óþolandi mikill sælkeri og sykurfíkill. Knús í hús.
Hófý Sig (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.