22.3.2007 | 09:50
Óvæntir gestir
Veðurguðirnir sjá okkur fyrir gestum þessa dagana. Fyrst komu Erla og Birgir Elís, veðurteppt í nokkra tíma. Í gær var svo bankað og úti stóðu Benni (tengdapabbi) og Jóna. Á leið heim til Akureyrar, en voru veðurteppt. Svo við græddum fengum að hafa þau í heimsókn í nótt...og ef til vill áfram í dag (Benni er að tala við veðurstofuna). Gaman að fá gesti.
Ég tók mig til og hrærði í bollur í gærkvöldi, skellti deiginu í ísskápinn og vaknaði 6.15 til að skella bollum á plötu og kveikti á ofninum. Skreið svo inn í rúm í korter...fram aftur til að setja bollurnar inn og svo inn í rúm í 18 mínútur!! Svo fórum við á fætur og gátum gætt okkur á nýbökuðum bollum. Þvílík snilld. Svo eru þær ekkert sérlega óhollar heldur, svo ekki er það verra.
Hér kemur uppskriftin ef þið viljið:
1½ dl haframjöl
3 dl vatn
1/2 pk þurrger (eða 25 gr pressuger)
2 dl rifin gulrætur
1-2 dl jógúrt
2 msk olía
1 tsk salt
ca 500 gr hveiti
Setjið haframjöl og vatn í pott og sjóðið í 1-2 mín og hrærið í á meðan. Þegar þetta er orðinn hafragrautur er potturinn tekinn af hellunni.
Kælið grautinn þar til hann er kaldur. Setjið gulrætur, jógúrt, olíu og salt í og hrærið vel saman. Blandið hveitinu og gerinu saman og hrærið saman við grautinn. Deigið á að vera frekar blautt og klístrað. Setjið svo deigið í ísskápinn og látið hefast þar yfir nótt.
Formið bollur með skeið. Látið þær hefast á bökunarplötu í 15 mín.
Bakið v. 200°C í ca 18 mín. í miðjum ofni.
Gerðu þína eigin uppskrift:
Prófaðu að setja
1 dl rúsínur í deigið eða
4 msk hörfræ eða
1 dl heslihnetuflögur.
Mæli með þessari. Hún sló amk í gegn hérna hjá okkur í morgun. Svo er Latte ómissandi...að mínu mati!!
Benni og Jóna eru farin af stað. Ætla að freista þess að komast yfir Holtavörðuheiði áður en fer að hvessa meira...það er sannkallað vetrarríki hér á Fróni þessa dagana.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.