Leita í fréttum mbl.is

Kartöflukrás

Uppskrift úr bændablaðinu.  Mjög góð.  Borðuðum þetta í kvöldmat í kvöld, með þessum bollum.  Krakkarnir borðuðu reyndar bara bollur, en okkur hjónakornunum þótti kartöflukrásin hið mesta lostæti, svo þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur:

160 gr beikon
10 sveppir
10 kartöflur
3 hvítlauksrif
1 laukur
1/2 Mexíkóostur
1/2 Piparostur
1 peli rjómi
olía til steikingar
salt&pipar

Skerið kartöflurnar og steikið í olíu á pönnu.  Skerið beikon, sveppi, hvítlauk og lauk og bætið á pönnuna.  Setjið allt í eldfast mót. 
Bræðið ostana í rjómanum og hellið yfir hráefnið.
Bakið við 200° í 45 mínútur.

Ég er amk þægilega södd, og mjög sæl Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta hljómar unaðslega, búin að kópíera þetta..nammi. Takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Verði þér að góðu

SigrúnSveitó, 14.2.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband